Systkinafjöld í stórborginni

Næstkomandi föstudag verður yfirgnæfandi hlutfall okkar systkinanna statt hér í danskri höfuðborg. Margrét er á leið í "menningarferð" að heilsa upp á vinkonur sínar og rifja upp kynnin við danskt öl (ef ég hef misskilið hana rétt). Elli á vinnuerindi til Þýskalands og millilendir í Köben á leiðinni til baka.

Það dæmist víst á mig að reyna að standa mig í hlutverki heimamanns og hafa tiltækt skemmtiprógramm. Fyrsti liður á dagskrá verður eflaust að reyna að sýna þeim báðum Fredagsbarinn á sama tíma. Áframhaldandi atburðarljós er óráðin.

Sigmar er hins vegar ekki væntanlegur í sína menningarreisu til höfuðborgarinnar fyrr en viku seinna.

Gaman að vera svona vinsæll.

(Reyndar viðurkennir eflaust ekkert systkina minna að aðalástæða heimsóknarinnar sé að hitta mig, en ég veit betur!)


< Fyrri færsla:
LÍN og VKS pína mín
Næsta færsla: >
Vitnað í Varríus
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry