Geimvídjó stríðarar

Jón Heiðar vísar á vef War of the Worlds eftir Spilbjarg og Krús, með tilheyrandi stríðurum (teasers). Sjálfur er ég nýlega búinn að rekast á stríðara fyrir Hitchhikers Guide to the Galaxy. Hún lofar ekki síður góðu og ég verð að taka ofan fyrir valinu á leikara til að fara með hlutverk Arthur Dent.

Mikill öðlingsleikari, Martin Freeman, sem er að verða holdgervingur andhetjunnar.

Verður gaman að sjá hvernig þeim tekst að koma þessari steypu á tjaldið.


< Fyrri færsla:
Memory to self...
Næsta færsla: >
Spúkí plakat
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry