Kornung Sharon Stone?

Þegar ég var að brasa með áðurnefnt kvikmyndaplakat í gær fannst mér uppbyggingin minna mig á eitthvað vel þekkt plakat, en ég gat ómögulega komið fyrir mig úr hvaða mynd eða hvernig það væri í smáatriðum. Svo í morgun skaut allt í einu niður í kollinn á mér að það gæti verið plakatið með Basic Instinct.

Ég fletti því upp og það gæti vel passað að það hafi verið tengingin sem ég var með í kollinum.

Það spaugilega er að myndin af barninu var upphaflega spegilvend við það sem hún er í minni útgáfu. Það er að segja barnið var vinstra megin við pabba sinn, en mér fannst passa betur við uppbygginguna að hafa barnið hægra megin.

Hvort kom á undan hænan eða eggið, þ.e. hvort ég sá líkindi með Basic Instinct plakatinu eftir að ég hafði spegilvent frummyndinni, eða hvort ég hafði þá byggingu í kollinum áður en ég ákvað að spegla henni er ég ekki viss. Ég held þó að ég hafi fyrst séð líkindin eftir að ég breytti.

Það er samt fróðlegt að bera uppbygginguna á þessum tveimur plakötum saman með pælingum um "fórnarlamb" og "illvirkja".


< Fyrri færsla:
Spúkí plakat
Næsta færsla: >
Vilborg stelur senunni
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry