Vommbrigði

Enn bólar ekki á stórhríðinni og mínir menn voru að tapa fyrir AC Milan. Ég tók hressingargöngu yfir í skóla til að kíkja á leikinn, en ekki er nú hægt að segja að stemmningin yfir leiknum hafi verið gríðarleg, við sátum tveir að horfa...

Ég hefði frekar kosið jafntefli, en þetta voru svosum sanngjörn úrslit, mínir menn voru bara ekki að gera gott mót eins og það heitir á fagmáli.

Það eftirminnilegasta við leikinn var þegar einn þulanna benti á að miðvörðurinn Maldini væri að kljást við 19 ára framherja sem var ekki fæddur þegar Maldini lék sinn fyrsta leik í Serie A!

Ammms.


< Fyrri færsla:
Tapast hefur stórhríð
Næsta færsla: >
Laumufarþegi á fredagsbarnum
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry