mars 2005 - færslur


Læstur inni í vélmenni í íslenskum smábæ

(Og hvað eru mörg í í því?) Undanfarnir dagar hafa verið dagar lítilla afkasta (mér finnst ég hafa skrifað þetta einhvern tíman áður...) en þó sitthvað í frásögur færandi ef grannt er skoðað. Á laugardagskvöldið tók ég metróinn upp að kóngsins nýja torgi til að rölta þaðan yfir í Nyhavn til að fylgjast með Hönnu Birnu troða upp þar á krá. Á leiðinni upplifði ég það að metróinn fraus, endurræsti sig síðan en sat samt pikkfastur.

Elli á leið í bæinn

Nú er ég að stökkva út úr húsi til móts við Ella bróður sem er að koma akandi frá Þýskalandi í vinnuferð. Hann er búinn að vera að aka í stórhríð á hraðbrautunum og ekki komist sérlega hratt yfir. Nú er hann hins vegar kominn á ferðina á lokasprettinum og ég á leið á hótelið að hitta hann.

Vikan í löngu máli

Ég hef verið önnum kafinn við annað en að skrifa í dagbókina þessa vikuna (reyndar fæst af því sérlega í frásögur færandi), en ætla að renna á hundavaði yfir vikuna það sem af er. Ef ég þekki mig rétt verður það í löngu máli og útúrsnúnu.

Plöggedí plögg

Á morgun, sunnudag, frumsýnir Hugleikur leikritið Patataz eftir Björn Margeir Sigurjónsson. Ég hef ekki séð verkið, en þykist vita að það sé ekki alveg á hinni stöðluðu Hugleiks ærslalínu. Hins vegar er Björn hörkupenni og húmoristi þannig að það kæmi mér ekki á óvart ef kómíkin reynist krauma undir yfirborðinu.

Mindplay: Hugleikur á ensku!

Áður en lengra er haldið er rétt að taka það fram að fyrirsögnin er bull. Leikfélagið Hugleikur hefur (mér vitanlega) ekki hafið starfsemi á ensku og Mindplay.com er ekki leikfélag. Enda er þetta ekki færsla til að vísa á Mindplay. (Ekki smella á tengilinn hér að ofan).

Grúsk grafíkgruflarans

Nú er ég að verða orðinn nokkuð sáttur við mína útfærslu á næsta verkefni í grafískri hönnun. Við höfum aðeins rætt um skissuferlið og ábendingar um pælingar meðan á hönnunarferlinu stendur og ég hafði því sérstakt auga með því hvernig verkinu vatt fram. Verður þeirri framvindu nú lýst hér í máli og myndum.

Urgur í heimamönnum

Um hádegisbil fór ég út að hlaupa í fyrsta skipti í nokkrar vikur. Það hefur einfaldlega verið allt of kalt til að ég hafi mig út úr húsi, en nú er meira vor í lopti þótt enn sé snjór í skuggunum. Eins og venjulega trimmaði ég gegnum Christianiu, en í fyrsta skipti vakti þessi samgöngumáti minn heldur litla hrifningu heimamanna.

Sjálfsmynd í litlum glugga

Allir alvöru listamenn eiga sjálfsmyndir af sér á ólíkum tímabilum. Málarar eiga myndir af sér á græna, gula og mínimalíska tímabilinu; textasmiðir eiga sjálfslýsingar á örstigi, ræpustigi, talaðundirrósstigi og tónlistarmenn eiga sama grunnstefið flutt undir ólíkum (efnafræðilegum) áhrifum. Ég kynni hérmeð sjálfsmynd af mér á danska lubbatímabilinu:

Flottir treilerar

Treilerinn fyrir nýju StarWars myndina var "frumsýndur" í Bandaríkjunum fyrir helgi. Það getur verið erfitt að finna útgáfu af honum í góðum gæðum á netinu, en hér kemur thorarinn.com til bjargar með eflaust kolólöglegt eintak til niðurhals (a.m.k. um stundarsakir).

Danir... og fjöllin þeirra

Verkefni dagsins í grafískri hönnun gengur út á að endurhanna vef fyrir hótel á Suður-Fjóni. Þegar ég var að velja hvaða textabrot ég ætti að afrita yfir í útlitstillöguna mína las ég í fyrsta siVerkefni dagsins í grafískri hönnun gengur út á að endurhanna vef fyrir hótel á Suður-Fjóni. Þegar ég var að velja hvaða textabrot ég ætti að afrita yfir í útlitstillöguna mína las ég í fyrsta sinn textann almennilega. Hann hefst á orðunum: "For foden af de sydfynske Alper ligger Faaborg..." Þegar ég kveikti á því að Alper er ekki bara eitthvað örnefni út í bláinn skellti ég upp úr.

Í leit að sumarstarfi

Ég verð heima á klakanum í júlí og ágúst, en er ekki búinn að tryggja mér sumarstarf. Upphaflegar hugmyndir um sumarstarf hefur gengið illa að fá staðfestingu á og ég þarf því að drífa mig í að finna eitthvað annað til þess að brenna ekki inni. Hér með er því lýst eftir ábendingum um aðila sem kynnu að hafa not fyrir mig í sumar.

Verkefnaáþján

Nú telst ég kominn í páskafrí, svona tæknilega séð. Undanfarnar vikur hafa verið heldur hektískar í verkefnavinnu og púlið náði hámarki á fimmtudagskvöldið þegar við sátum þrjú frá 16 til 22:30 án kvöldmatar og rembdumst við að klára.

Lífsmark með slána

Eftir dugnaðarrispu síðustu viku var ég að vonast til að starfsþrek yrði blússandi í þessari. Hins vegar kom í ljós að um leið og pískurinn hvarf sjónum varð freistandi að slaka heldur mikið á.

Um aðdáendabréf og skort þar á

Um daginn fékk ég tölvupóst frá fyrrum sveitunga mínum sem falaðist eftir að fá að birta texta sem ég hafði samdi fyrir nokkrum árum síðan um það hvernig skrifa eigi fyrir vefinn. Það má kannski kalla þetta faglegt aðdáendabréf - sem rifjaði upp hvað það er orðið langt síðan ég hef fengið persónulegt aðdáendabréf í tengslum við þetta dagbókarræskni mitt. Líklega er ég bara orðinn svona leiðinlegur upp á síðkastið.

Danskar bollur og krækiberjahlaup

Nú bíður birtingar í hinu virta tímariti Nature, grein eftir mig með úttekt á samspili dansks bakarísbrauðmetis og krækiberjahlaups frá mömmu. Meðan beðið er samþykkis get ég laumast til að kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar sem greinin segir frá.

Forritað sem aldrei fyrr

Svei mér þá ef það styttist ekki í að margboðuð ný útgáfa thorarinn.com fari að verða tilbúin. Nú þori ég a.m.k. að lofa henni fyrir sumarfrí. Ég er búinn að fordrita alls konar smáfídusa og meðal annars mæla hversu hraðvirkt kerfið er.

Tapast hefur klukkutími

Eins og ég var nú ánægður með það þegar mér græddist klukkutími í haust, græt ég það nú þegar baunar hafa skipt yfir í sumartíma og klukkutími hvarf. Þannig vaknaði ég rétt rúmlega níu í morgun, en eftir að hafa risið upp við dogg og stillt klukkuna var hún skyndilega orðin langt gengin í ellefu!

Anderseneitrun og leyndarmál á póstkorti

Á laugardaginn eigum við afmæli, ég og H.C. Andersen. Hann er að vísu látinn blessaður, enda verða 200 ár liðin frá fæðingu hans næsta laugardag. Ég hef það hins vegar ágætt, er að vísu soldið dasaður eftir langan skóladag, en það er ekkert nýtt. Hér eru danskir að sjálfsögðu létt að ganga af göflunum yfir þessu öllu saman (afmæli Hansa, ekki mínu) og í sjónvarpsfréttunum áðan var rætt um hvaða áhrif ofmettun af H.C. Andersen hefði í för með sér.

Hvað gerðist?

Það er ekki nema von að þú spyrjir. Ég er lox búinn að virkja nýja útlitið mitt. Það er ekki allt orðið 100% eins og ég vil hafa það, en ástandið nálgast 99%. Innihaldslega ætti vefurinn að vera kunnuglegur, en þó hefur ýmislegt bæst við og það var kominn tími á að uppfæra skipulagið.