Elli á leið í bæinn

Nú er ég að stökkva út úr húsi til móts við Ella bróður sem er að koma akandi frá Þýskalandi í vinnuferð. Hann er búinn að vera að aka í stórhríð á hraðbrautunum og ekki komist sérlega hratt yfir. Nú er hann hins vegar kominn á ferðina á lokasprettinum og ég á leið á hótelið að hitta hann.

Á tímabili leit út fyrir að við myndum hittast á Fisketorvet eins og ég hef hitt "öll hin" systkini mín undanfarið. Tafirnar hafa hins vegar breytt þeim plönum þannig að hann ætlar bara að bruna á hótelið.

Skrautlegar ferðasögur virðast einkenna bræður mína þessa dagana. Samanber ferðasögu Sigmars bróður - sem ég kann ekki að vísa beint á. (Þ.e. beint á færsluna, ég kann alveg að vísa á vef drengsins.)

En, farinn út úr húsi núna.


< Fyrri færsla:
Læstur inni í vélmenni í íslenskum smábæ
Næsta færsla: >
Vikan í löngu máli
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry