Plöggedí plögg

Á morgun, sunnudag, frumsýnir Hugleikur leikritið Patataz eftir Björn Margeir Sigurjónsson. Ég hef ekki séð verkið, en þykist vita að það sé ekki alveg á hinni stöðluðu Hugleiks ærslalínu. Hins vegar er Björn hörkupenni og húmoristi þannig að það kæmi mér ekki á óvart ef kómíkin reynist krauma undir yfirborðinu.

Annars er valinn maður í hverju bóli uppfærslunnar og ég held að þetta sé hörkusýning. Meira um sýninguna hér.

Allir í leikhús! (En enginn með Steindóri, því hann er svo mikill svindlari...)

(Smá lókalhúmor sem skýrist eflaust í næsta Hugleiksplöggi mínu.)


< Fyrri færsla:
Vikan í löngu máli
Næsta færsla: >
Mindplay: Hugleikur á ensku!
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry