Mindplay: Hugleikur á ensku!

Áður en lengra er haldið er rétt að taka það fram að fyrirsögnin er bull. Leikfélagið Hugleikur hefur (mér vitanlega) ekki hafið starfsemi á ensku og Mindplay.com er ekki leikfélag. Enda er þetta ekki færsla til að vísa á Mindplay. (Ekki smella á tengilinn hér að ofan.)

Hins vegar var ég að rekast á textann Who's on first? eftir Chris Gavaler sem ég veit lítil frekari deili á. (Þessi færsla er ætluð til að vísa á þann texta.)

Þetta er samtal afgreiðslumanns og viðskiptavinar í myndbandaleigu og er þvílíkt samansafn útúrsnúninga og orðaleikja að ég hefði vel trúað einhverjum af vitleysingjunum vinum mínum í Hugleik til að hafa skrifað þetta.

Textinn nær að heilla mann á svipaðan hátt og senan í Simpsons útgáfunni af Cape Fear, þar sem Sideshow Bob stígur á ótölulegan fjölda garðhrífa. Fyrst er brandarinn fyndinn fyrir að vera absúrd, síðan teygist úr honum og að lokum verður hann aftur fyndinn fyrir að halda þræði nægilega lengi.

Ég efast sannarlega um að nokkur hafi skilið þessa síðustu málsgrein. En það er aukaatriði. Lesið Who's on first? og njótið!


< Fyrri færsla:
Plöggedí plögg
Næsta færsla: >
Grúsk grafíkgruflarans
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry