Flottir treilerar

Treilerinn fyrir nýju StarWars myndina var "frumsýndur" í Bandaríkjunum fyrir helgi. Það getur verið erfitt að finna útgáfu af honum í góðum gæðum á netinu, en hér kemur thorarinn.com til bjargar með eflaust kolólöglegt eintak til niðurhals (a.m.k. um stundarsakir).

Núna er í gangi skemmtilegur leikur þar sem þeir sem eiga réttindin á því að sýna auglýsinguna reyna að fjarlægja hana af stöðum þar sem aðrir gera hana aðgengilega. Sérlega áhugavert í ljósi þess að þetta er "bara" auglýsing og maður gæti ætlað að það væri myndinni í hag að treilerinn færi sem víðast...

Fyrir vikið úreldast tenglar mjög hratt og ekki alltaf hægt að stóla á leitarvélarnar.

Ég er með 51 MB AVI skrá, fín gæði en rétt er að benda á að þetta er niðurhal frá útlöndum fyrir þá sem borga sérstaklega fyrir það. Til að fela þetta fyrir leitarvélum er smávægilegrar handavinnu krafist.

Afritið eftirfarandi slóð og breytið "2" í "3" og þá mun dýrðin birtast: http://thorarinn.com/files/trailer_swars2.avi (ég þori ekki að lofa að þessi slóð verði virk um aldur og ævi, en a.m.k. út næstu viku.)

Bit Torrent og fleiri útgáfur ættu að vera aðgengilegar frá þessari síðu (eintakið mitt fann ég í gengum hana).

Ég get alveg vatni haldið yfir þessu, enda hafa síðustu tvær Star Wars myndir verið ósköp daprar. Atvinnubloggarinn Kottke lýsir þessu ástar/haturssambandi hins vegar ágætlega:

Once every three years, the first trailer for yet another crappy George Lucas Star Wars movie is released somewhere to great fanfare. And each time, I watch said trailer and get all excited. It looks great, I'll say. Maybe it'll actually be good. My hopes start to rise. And then the movie comes out[...]
meira...

Svo er lox önnur mynd sem lítur út fyrir að verða spennandi: A Scanner Darkly (alveg löglegur treiler). Flott áferð.


< Fyrri færsla:
Sjálfsmynd í litlum glugga
Næsta færsla: >
Danir... og fjöllin þeirra
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry