Í leit að sumarstarfi

Ég verð heima á klakanum í júlí og ágúst, en er ekki búinn að tryggja mér sumarstarf. Upphaflegar hugmyndir um sumarstarf hefur gengið illa að fá staðfestingu á og ég þarf því að drífa mig í að finna eitthvað annað til þess að brenna ekki inni. Hér með er því lýst eftir ábendingum um aðila sem kynnu að hafa not fyrir mig í sumar.

Best not fyrir mig eru auðvitað í því sem ég er að sérhæfa mig í; upplýsingatækni og þjónustu. Á svona stuttum tíma (tveimur mánuðum) myndi ég halda að kraftar mínir nýttust best við að kljást við afmarkað verkefni.

Ég gæti til dæmis:

  • Gert úttekt á núverandi notkun upplýsingatækni
  • Skoðað fyrirliggjandi hugmyndir um nýja notkun UT
  • Gert úttekt á ákveðnum þjónustuþætti og komið með tillögur að breytingum
  • Gert viðmótsúttekt og stússast í notendaprófunum

Svo get ég auðvitað leyst vefstjóra af hólmi, skrifað texta fyrir vef (og/eða aðra miðla) og sinnt alhliða upplýsingatækniráðgjafastörfum.

Ég þekki "nútíma veftækni" ágætlega (xhtml, css og félaga), veit hvernig maður forritar vefþjónustur og þekki helstu teoríur þar um (þótt mér detti ekki í hug að kalla mig forritara).

Lox má þess geta að öll mín leikverk sem sett hafa verið á svið hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda.

Reyndar verð ég að viðurkenna að ég er ekki lipur að laga kaffi, en ég kann hins vegar að mæla með gamaldags hæðarkíki og nota bæði túss- og krítarröflu ef þörf er á slíku.

Ég hef ekki uppfært sívíið mitt nýlega, en ég hef grun um að flestir lesendur þekki mig og viti nokkurn vegin hvers ég er megnugur.

Síðan ég flutti að heiman hef ég bætt við mig þekkingu á eftirfarandi sviðum:

  • Vefforritun
  • Interactiondesign (gagnvirknihönnun?)
  • Tölvuleikjateoríu(!)
  • Grafískri hönnun
  • Verkefnastjórnun
  • Greiningu og frumhönnun upplýsingatækniverkefna

(Ef þetta lítur út eins og upptalning á kúrsum vetrarins þá skýrist það af því að það er einmitt það sem þetta er!)

Allar ábendingar um möguleg sumarstörf þegnar með þökkum á thorarinn hjá thorarinn.com.


< Fyrri færsla:
Danir... og fjöllin þeirra
Næsta færsla: >
Niðurlægingin er alger
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry