Fussað yfir moggamálfræði

Ég er hvorki sérlega fanatískur málverndarsinni né áhugamaður um formúluna, en þegar ég las fréttina Ecclestone leiðist ekki vandræði Ferrari á mbl.is gapti ég yfir algerum skorti á íslenskukunnáttu fréttaritara. Er þetta ekki fyrir neðan virðingu mbl.is? Eru allir prófarkalesarar komnir í páskafrí?

Í fljótu bragði rek ég augun í eftirfarandi:

Fyrsta villan er í fyrirsögninni: "Ecclestone leiðist ekki vandræði Ferrari". Vandræði eru í fleirtölu og hér hlýtur að eiga að standa leiðast.

"...er Fernando Alonso ók á mark sem sigurvegari kappakstursins..."

Ha? Ók hann á markið? Slasaðist einhver við þann árekstur? Vann hann samt?

"...er Renaultbíllinn krusaði á mark..."

Hér birtist sagnorð sem ég hef aldrei séð áður, krusa. Það er ekki nóg með að hann hafi ekið á markið heldur krusaði hann á það líka. Vesalings maðurinn hlýtur að vera stórslasaður.

"...sér virtist sem helstu keppinautar Ferrari hefði loks tekist að stilla strengi..."

Aftur klikkar moggaséníið á fleirtölunni, hér finnst mér að hefði átt að standa keppinautum ... hafi.

„Ítaly heggur Ferrari, ímyndið ykkur slíkar fyrirsagnir. Frábært,“

Uuuu... Ítaly? heggur???

(Ég viðurkenni að mogginn notar réttari gæsalappir en thorarinn.com, en ég fussa samt yfir svona vinnubrögðum.)

Fuss!

'Nuff said!


< Fyrri færsla:
Vilborg borðar spagettí
Næsta færsla: >
Lífsmark með slána
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry