Forritað sem aldrei fyrr

Svei mér þá ef það styttist ekki í að margboðuð ný útgáfa thorarinn.com fari að verða tilbúin. Nú þori ég a.m.k. að lofa henni fyrir sumarfrí. Ég er búinn að fordrita alls konar smáfídusa og meðal annars mæla hversu hraðvirkt kerfið er.

Ég keyri smá tímamælingu frá því að vefþjónninn byrjar að púsla saman síðunni og þar til öllum gögnum hefur verið safnað saman og hann hrækir henni út.

Dagbókin mín er komin í um 370 færslur, sem gera hátt í 1 MB af texta (!), þannig að það er óþarfa álag að biðja gagnagrunninn um að lesa allar færslurnar bara til þess að geta fundið x nýjustu á forsíðuna. Þegar ég breytti forrituninni þannig að í stað þess að leita í öllum skrám leitar hún bara í færslum sem eru nýrri en nr. 350.

Áður en ég gerði þá breytingu tók það tölvuna mína að jafnaði um 0,15sek. að skila forsíðunni. Eftir breytinguna er tímamælingin u.þ.b. 0,015sek. - eða einn tíundi af því sem hann var.

Á ofurvefþjóninum í útlandinu er sama síða um 0,005 sek. í smíðum. Hægvirkasta síðan sem ég hef orðið var við enn sem komið er tekur um 0,016sek. á vefþjóninum úti í heimi.

En nóg af þessu tækniþrugli.

Í dag fór ég út að skokka í sólinni. Vorhugur virðist alveg við það að koma í Kaupmannahafnarbúa.


< Fyrri færsla:
Fótógeníska frænkan
Næsta færsla: >
Tapast hefur klukkutími
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry