Hvað gerðist?

Það er ekki nema von að þú spyrjir. Ég er lox búinn að virkja nýja útlitið mitt. Það er ekki allt orðið 100% eins og ég vil hafa það, en ástandið nálgast 99%. Innihaldslega ætti vefurinn að vera kunnuglegur, en þó hefur ýmislegt bæst við og það var kominn tími á að uppfæra skipulagið.

Við tækifæri fer ég yfir helstu breytingar og ástæður fyrir því að hlutirnir eru eins og þeir eru núna.

Ég kalla þetta beta útgáfu fyrst um sinn, a.m.k. þar til ég er búinn að laga hnökrana sem ég veit af (en vonandi enginn annar tekur eftir).

Sumir af stóru strákunum leyfa sér að vera í beta ástandi langtímum saman, svo mér hlýtur að leyfast að vera þannig í viku eða svo...

Og núna er hægt að kommenta!

Kommentakerfið krefst staðfests netfangs, það er ekki gert til persónunjósna heldur til að forðast ruslpóst og annan ósóma.

Sendið mér endilega tölvupóst ef þið verðið vör við að einhverjar vefslóðir virka ekki.

Núna er ég hins vegar orðinn sybbinn.


< Fyrri færsla:
Anderseneitrun og leyndarmál á póstkorti
Næsta færsla: >
Markaður fyrir lífstíð
 


Athugasemdir (4)

1.

Þórarinn.com reit 31. mars 2005:

Þetta er formlega fyrsta athugasemdin. Látið ræpuna fram vella.

2.

Jón Heiðar reit 01. apríl 2005:

Ógisslega flott :)

3.

Þórarinn.com reit 02. apríl 2005:

Takk, takk.

4.

Már reit 07. apríl 2005:

Massaflott

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry