Mogginn gengur of langt...

Á mbl.is í morgun rak ég augun í fyrirsögnina "Herjólfur fékk í skrúfuna í Vestmannaeyjahöfn". Ég sem hélt í sakleysi mínu að Mogginn væri hafinn yfir það að hnýsast í einkamál fólks eins og hvert annað sorprit! Ég hef engan áhuga á að vita hver þessi Herjólfur er, hvað þá hvers konar afbrigðilegt kynlíf hann kýs að stunda í sinni heimabyggð!

Ég sé enga ástæðu til að gera þessum sorpkjöftum það til geðs að lesa óhróðurinn sem þeir hafa grafið upp um athafnir Herjólfs þessa, en fyrir aðra sem eru gefnir fyrir þess háttar þá er hér tengill á fréttina sjálfa.

Fussumsvei.


< Fyrri færsla:
Tapast hefur: tungumálakunnátta
Næsta færsla: >
Plötusafnið vegið og metið
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry