Plötusafnið vegið og metið

Mbl.is vísar í dag á könnun Channel Four um bestu poppplötur sögunnar. Ég hef löngum verið meðvitaður um aumkunarvert ástand plötusafnsins míns (á trúlegast um 150-200 geisladiska af ýmsum stærðum og gerðum) og stóðst ekki mátið að bera mig saman við listann.

Það er rétt að taka það fram að ég á slatta af Best Of plötum með fjölmörgum af listamönnunum sem eru á topp 100 plötulistanum, þess má líka geta að þetta eru allt plötur sem ég "á", þ.e. ég á geisladiskana. (Ég er svo löghlýðinn að ég hef lítið sem ekkert gert af því að sanka að mér tónlist af netinu.)

Óneitanlega er listinn frekar breskur, en ég held samt að ég skori hærra á honum en ég myndi gera á samsvarandi bandarískum lista...

Hér kemur romsan, skáletraðar plötur á ég.

 1. RADIOHEAD - OK Computer
 2. U2 - The Joshua Tree
 3. NIRVANA - Nevermind
 4. MICHAEL JACKSON - Thriller
 5. PINK FLOYD - Dark Side of the Moon
 6. OASIS - Definitely Maybe
 7. BÍTLARNIR - Sgt Pepper's Lonely Hearts Club Band
 8. MADONNA - Like a Prayer
 9. GUNS N' ROSES - Appetite For Destruction
 10. BÍTLARNIR - Revolver
 11. R.E.M. - Automatic for the People
 12. BÍTLARNIR - The White Album
 13. QUEEN - A Night at the Opera
 14. COLDPLAY - Parachutes
 15. OASIS - (What's the Story) Morning Glory
 16. ALANIS MORISSETTE - Jagged Little Pill
 17. LED ZEPPELIN - Led Zeppelin IV
 18. THE VERVE - Urban Hymns
 19. JIMI HENDRIX - Are you Experienced
 20. THE SMITHS - The Queen Is Dead
 21. JOHN LENNON - Imagine
 22. RADIOHEAD - The Bends
 23. BOB MARLEY AND THE WAILERS - Exodus
 24. THE STONE ROSES - The Stone Roses
 25. SIMON AND GARFUNKEL - Bridge Over Troubled Water
 26. BJÖRK - Debut
 27. THE DOORS - The Doors
 28. ABBA - Arrival
 29. MICHAEL JACKSON - Off the Wall
 30. DURAN DURAN - Rio
 31. SEX PISTOLS - Never Mind the Bollocks Here's the Sex Pistols
 32. DAVID BOWIE - The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars
 33. THE BEACH BOYS - Pet Sounds
 34. JOY DIVISION - Closer
 35. THE ROLLING STONES - Let It Bleed
 36. BLUR - Parklife
 37. BRUCE SPRINGSTEEN - Born to Run
 38. BILLIE HOLIDAY - Lady Sings the Blues
 39. THE WHITE STRIPES - Elephant
 40. BLACK SABBATH - Paranoid
 41. THE SPECIALS - Specials
 42. THE ROLLING STONES - Exile on Main Street
 43. FRANK SINATRA - Songs for Swingin' Lovers!
 44. THE CLASH - London Calling
 45. THE PRODIGY - The Fat of the Land
 46. THE VELVET UNDERGROUND - The Velvet Underground and Nico
 47. DIRE STRAITS - Brothers in Arms
 48. PIXIES - Doolittle
 49. ARETHA FRANKLIN - I Never Loved a Man the Way I Love You
 50. THE LIBERTINES - The Libertines
 51. HAPPY MONDAYS - Pills 'N' Thrills and Bellyaches
 52. PATTI SMITH - Horses
 53. THE WHO - Tommy
 54. LOU REED - Transformer
 55. BOB DYLAN - Blood on the Tracks
 56. PRINCE - Sign 'o' the Times
 57. DIDO - No Angel
 58. AIR - Moon Safari
 59. ELTON JOHN - Goodbye Yellow Brick Road
 60. THE JAM - All Mod Cons
 61. JEFF BUCKLEY - Grace
 62. FLEETWOOD MAC - Rumours
 63. MOBY - Play
 64. RED HOT CHILI PEPPERS - Blood Sugar Sex Magik
 65. THE POLICE - Synchronicity
 66. JONI MITCHELL - Blue
 67. CURTIS MAYFIELD - Superfly
 68. ELVIS PRESLEY - The Sun Sessions
 69. OUTKAST - Speakerboxxx/The Love Below
 70. PULP - Different Class
 71. KRAFTWERK - Trans-Europe Express
 72. MASSIVE ATTACK - Blue Lines
 73. BECK - Odelay
 74. STEVIE WONDER - Songs in the Key of Life
 75. KATE BUSH - Hounds of Love
 76. TALKING HEADS - Fear of Music
 77. EMINEM - The Marshall Mathers LP
 78. MARVIN GAYE - What's Going On
 79. GEORGE MICHAEL - Faith
 80. SATURDAY NIGHT FEVER - The Original Movie Soundtrack
 81. PRIMAL SCREAM - Screamadelica
 82. JOHN COLTRANE - A Love Supreme
 83. LOVE - Forever Changes
 84. PAUL SIMON - Graceland
 85. NICK DRAKE - Five Leaves Left
 86. MEAT LOAF - Bat Out of Hell
 87. DUSTY SPRINGFIELD - Dusty in Memphis
 88. DE LA SOUL - 3 Feet High and Rising
 89. THE STROKES - Is this It
 90. MADNESS - One Step Beyond...
 91. ROBBIE WILLIAMS - I've Been Expecting You
 92. NEIL YOUNG - After the Gold Rush
 93. PUBLIC ENEMY - It Takes a Nation of Millions to Hold Us Back
 94. BLONDIE - Parallel Lines
 95. THE EAGLES - Hotel California
 96. JAMES BROWN - Sex Machine
 97. THE STREETS - A Grand Don't Come for Free
 98. DEXY'S MIDNIGHT RUNNERS - Searching for the Young Soul Rebels
 99. ROD STEWART - Every Picture Tells a Story
 100. The HUMAN LEAGUE - Dare!

Alls telst mér því svo til að ég eigi 14 af þessum 100 bestu plötum allra tíma. Áberandi hæst hlutfall á ég af þeim 20 bestu, enda eru það kannski ofurklisjurnar.

Að auki sýnist mér ég eiga safnplötur með 11 öðrum listamönnum af listanum.

En hvað með þig kæri hlustandi lesandi, hvað átt þú margar af þessum 100 plötum?

Það er líka leyfilegt að fussa yfir plötusmekknum mínum. Orðið er laust.


< Fyrri færsla:
Mogginn gengur of langt...
Næsta færsla: >
Eureka!
 


Athugasemdir (2)

1.

Huld reit 19. apríl 2005:

Jei!!! Ok eins og þú veist er hógværð einn af mínum helstu kostum svo ég varð að fá að deila þessu lítilræði með þér;o)
Ég á 36 Plötur/diska af listanum....engar brunarústir
þar á meðal 14 af 20 bestu!!!!!!!

Auk þess hef ég séð þessa 20 á tónleikum:
U2, Oasis, REM, Stone Roses, Björk, Sex Pistoæs, David Bowie, Blur, Prodigy, Happy Mondays, Patti Smith, Lou Reed, AIR, Paul Weller (JAM var hætt common), Red Hot Chili peppers, Massive Attack, Beck, David Birne (tók fullt af Talking Heads), Primal Scream og Neil Young.

Rokk og ról,
Huld.

2.

Þórarinn.com reit 22. apríl 2005:

Ég lúti höfði í andakt og lotningu.

Eins og Sjeíkspír sagði: "Ó þú gyðja rokksins..."

(Eða var það kannski Maxím Gorkí?)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry