Skandinavísk jafnaðarstefna í verki

Yndisleg smáfrétt á mbl.is í dag um úrslit á Norðurlandamótinu í pípulögnum þar sem Daninn vann, en Norðmaðurinn, Íslingurinn, Svíinn og Finninn voru allir jafnir í öðru sæti! Það hlýtur að vera nýtt met. Ég sé alveg fyrir mér yfirdómarann að störfum:

"Djöfull er þetta flott hjá ykkur strákar, þetta lekur bara ekki neitt. Mér finnst þið allir bestir!"

Hvíslað: "En það verður einhver að vinna."

"Er það nú ekki bara óþarfi, það eru allir búnir að standa sig svo vel!"

Hvíslað: "Við erum bara með einn gylltan skrúflykil í verðlaun."

"Geta þeir ekki bara skipst á að nota hann?"

Hvíslað: "Nei, ég er hræddur um að það virki ekki þannig."

"Mér finnst bara svo mikil synd að þurfa að gera upp á milli strákanna. Ertu alveg viss um að við getum ekki látið þá alla vinna?"

Hvíslað: "Já, alveg viss."

"Jæja þá. Uuuu... þessi þarna er með flottasta pípararassinn. Þú, þú vinnur. Hvor er dú fra?"

"Jeg er fra Danmark."

"Du vinner! Í andre er allesammen i anden plass, í var alle súpergóe. Húrra for skandinaviskt samarbejde og venskap!"


< Fyrri færsla:
Heimsins besta tónlistarmyndband?
Næsta færsla: >
Det går fremmad...
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry