Vikurnar framundan

Núna er liðið á fyrstu vikuna í fjögurra-vikna-verkefna-fasanum (sem hefst að lokinni aðalönninni og lýkur um næstu mánaðarmót þegar prófin taka við). Dugnaður minn hefur verið heldur köflóttur, en miðar þó fram á við frekar en aftur.

Ég er búinn að fá undanþágu til að vinna verkefnið einn á þeim nótum sem ég hafði ýjað að.

Nánar tiltekið er "Problemformuleringin", sem ég veit ekki hvað á að kalla á íslensku (viðfangsefni?), sem hér segir:

In the last few years the combination of digitized music and increased use of the internet has dramatically changed the way consumers acquire and use music (and other audio). What elements/characteristics of this 'music revolution' can be described as most important, and what can be deduced from these about the development of consumers’ use of digital video in the next few years?

Mínar fyrstu hugmyndir um einkenni á þróuninni eru:

  • Digital distribution
  • Loss-less copying
  • Placeshift / location freedom
  • Timeshift
  • Podcasting (timeshift + placeshift)
  • Change in powers (distributers vs. consumers)
  • The need for individuality/privacy in a metropolitan environment

Þannig að nú er ég að sanka að mér linkum um sögu mp3 "byltingarinnar", stúdera filesharing, podcasting og fleira í þeim dúr.

Svo er að sjá hvort mér tekst að safna þessu í einhvern vitrænan texta.

Ég fékk ágætt komment frá vinkonu minni sem er á sömu línu og ég, en með tölvuleiki sem sérsvið. Henni blöskrar þessi skynsemisáhersla sem henni finnst einkenna námsval mitt á önninni og vill ólm og uppvæg sannfæra mig um að lífið sé bjart og fallegt - ég eigi bara að halda áfram að leika við þau í tölvuleikjapælingum og þá verði allt gott.

Hver veit nema ég komi bara aftur eftir nokkur ár og taki annan master, þá í tölvuleikjum.


< Fyrri færsla:
Þú líka, sonur minn Google!
Næsta færsla: >
Um (mann)kosti okkar nördanna
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry