Heilsuátak hvað?

Hvað gerir stúdentinn sem er að reyna að koma sér í form og tapa nokkrum kílóum þegar hann verður smásoltinn yfir að brjóta þvott í myntþvottahúsinu? Jú, hann röltir auðvitað yfir í ísbúðina við hliðina og kaupir sér ís. Og af því að það munar næstum engu í verði á því að fá sér tvær kúlur eða þrjár...

Hvaða fíflska fékk mig til að velja þriðju kúluna með myntubragði veit ég ekki. Það hefði þó getað verið verra, a.m.k. bragðaðist hún ekki eins og tannkrem.

Með öðrum orðum; allt gott að frétta úr vorlægum veðursviptingum í Köben þar sem harðsperrur og stirðir limir vaða uppi.

Ég sagði stirðir! það er ekkert klæmið.


< Fyrri færsla:
Föðurdiss, fælled(s)park og fjölstrengjun
Næsta færsla: >
Google fyrirgefið
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry