Verkefnið mjakast

Nú eru 4 vikurnar sem ég hef til að skrifa 4 vikna verkefnið (!) hálfnaðar og smám saman að komast mynd á gripinn. Þó er miiikið óunnið enn, en ég held að þetta geti orðið fínt verkefni.

Hér var mikil blíða í gær og ég settist því út í nærliggjandi kirkjugarð um hádegisbilið í gær með teikniblokk og rissaði upp tvö tengslakort (mind-map) yfir það hvaða atriði tengjast viðfangsefninu, hvernig þau hanga saman (réttara sagt hvernig þau geta hangið saman) og hvað ég ætla ekki að fjalla um. Aðalvandamálið verður líklega að spenna bogann ekki of hátt.

Eftir einn og hálfan tíma krotandi í sólinni ákvað ég að málið væri að setjast inn og tölvast. Á leiðinni mátti ég samt til með að kaupa mér smá ís - svona til að hylla sólina. Auðvitað er ekki hægt að kaupa sólhyllingarís og borða hann innanhúss, þannig að ég rölti eftir Amagerbrogade skoðandi mannlífið og smjattandi á mínum ís.

Ég hef eflaust verið mjög listaspírulegur með A3 teikniblokkina undir handleggnum. Það hefði toppað ímyndina ef ég hefði verið með alpahúfu í stað Nike derhúfunnar.

Auglýsingaupptaka

Í dag er verið að taka upp sjónvarpsauglýsingu fyrir Samsung í skólanum og þess vegna held ég mig heima. Það hefði vissulega verið freistandi að skrá sig sem statista og taka daginn í að fá nasaþefinn af alvöru kvikmyndavinnubrögðum (þetta er alþjóðleg auglýsing og virðist litlu til sparað), en ég þykist vera að vinna í verkefninu í staðinn.

Upptökurnar settu svip sinn á fredagsbarinn í gær þar sem verið var að taka upp senu á annarri hæð í mötuneytinu okkar, sem búið er að breyta í líkamsræktarstöð fyrir auglýsinguna(!). Þar sem sólin skein voru bargestir flestallir úti í sólinni, en það þurfti að hliðfæra okkur fram og til baka til þess að tryggja að það væri enginn bjórþambandi í sjónmáli utan við gluggana.

Miðað við umstangið við þetta eina skot tek ég ekki sénsinn á því að það sé verandi úti í skóla í dag sem er aðaltökudagurinn.

Það verður hins vegar fróðlegt að sjá afurðina, sem verður víst notuð um allan heim.

Textaviðfangsefni

Aftur að verkefninu: Ég er orðinn nokkuð sáttur við "rannsóknarvinnuna" og með nýju tengslakortin að vopni er ég byrjaður að skrifa megintextann. Það gengur hins vegar hægt og ég er að huxa um að breyta aðeins vinnuaðferðinni.

Hingað til hef ég verið að reyna að skrifa hinn "endanlega" texta í fyrstu atrennu, það þýðir að ég er við og við að kíkja út á netið til að staðfesta ártöl og leita uppi einhver smáatriði. Það tekur hins vegar óþarflega langan tíma og er ekki að skila neinu merkjanlega nýju. Pælingin er því að reyna að skrifa bara hratt í gegnum hugmyndina og fara aftur yfir textann og fínpússa.

Með því ætti ég að geta verið kominn með stærstan hluta grófunninn á þriðjudagsmorgun þegar ég tek kæruleysið á nýtt stig og skrepp í heimsókn til Sigmars litla uppi í Álaborg. Í bakaleiðinni á fimmtudag ætla ég svo að millilenda í nokkra tíma í Árósum og heilsa upp á Gunna frænda.

En nú er að snúa sér aftur að textanum, quick and dirty er mottó helgarinnar. (Verkefnalega séð).

Annars er hérna fyrsta uppkast að intrótexta fyrir þá sem hafa áhuga á að vita nánar hvað ég er að gera. (Beðist er velvirðingar á því að þessi texti skuli vera saminn fyrir pappír, ekki vef).

Introduction / abstract

In this paper I will try and describe the most important characteristics in the increased use of MP3 players and the changes that these have had on how users acquire and listen to recorded music. I will then discuss which elements from the experience of MP3 players (and other portable music players) are likely to reoccur in the use of portable video players (PVP), who are likely to become a mainstream commodity in the next few years. I will briefly describe how these changes have and will continue to affect content providers, but the main focus will be on the users; how they use the technology and what wishes they are likely to have in the future.

The paper starts with a brief history of portable music players, from the Walkman to the CD player and the MP3 player. A part of this is the effect a combination of digitalized music and the Internet has had on the distribution of recorded music. This is described with a few scenarios to describe typical usage of MP3 players like the Apple iPod.

I then present the argument that the essence of the changes that the MP3 “revolution” has had on users’ view on music is to immaterialize it, that is the consumers increasingly see music as a non-tangible commodity. The effects and opportunities this has for music publishers and musicians are briefly discussed, but this paper is not intended to provide solutions to the challenges facing the music industry.

Based on the discussion about MP3 players I will then describe the similarities and differences between music and video content. To narrow the vast field of digital video I will primarily focus on portable (handheld) video players, which are becoming more common and affordable (e.g. 3G mobile phones and the PlayStation Portable). After describing the common characteristics of portable video players I compare them to the iPod music player and proceed to describe two scenarios of the likely use of portable video and the corresponding demands and opportunities for content providers.

The conclusion of this comparison between the portable video players and the iPod is that I find it unlikely that the PVP will have anywhere nearly the same effect on the video market as the MP3 standard and MP3 players have had on the music market. Although there is no doubt that the video market will change dramatically with the increased adoption of digital TV, high definition TV and with video distribution over the Internet, it is my belief that these changes will primarily effect our “stationary” viewing, and the portable video players will only be a relatively small niche.


< Fyrri færsla:
Vikan sem bylti tækniheiminum...
Næsta færsla: >
Fyrsti stuttbuxnadagurinn
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry