Burður leirs
20. maí 2005 | 0 aths.
Í morgun varð mér litið út um gluggann og sá íslskan nágranna minn þramma hjá, íhugull og ábúðarmikill. Það varð kveikjan að fylgjandi leirburði:
Einbeittur stikar,
hvergi í hvikar,
augun liggja djúpt
horfa meira inn en út.
Af sjómannsættum
í fjarlægri höfn,
bakborðið lyklaborð
á stjórnborða mús.
Landfestin er,
líkt og lífsgátan
að mestu óleyst.
Svo mörg voru þau orð.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry