Að elta sinn rass
22. maí 2005 | 1 aths.
Á leið í fótboltann í gær lagði ég grunn að kenningu um hvernig á að hjóla í Köben. Aðferðin byggir ekki á hinum klassísku ábendingum (passa sig á bílunum, gefa merki áður en maður beygir...) heldur því að finna álitlegan rass í low-cut gallabuxum sem virðist á réttri leið og elta hann í blindni. Ekki svo að skilja að blindni sé neitt skilyrði, þvert á móti væri líklega erfitt að njóta viðkomandi rasss (eignarfall - sko) ef maður væri blindur.
Þessi aðferð skilaði mér með eindæmum vel í Fælledparken. Að vísu villtist ég örlítið á leiðinni og var allt í einu kominn inn á eina af hliðargötum Striksins, en það var áður en ég hjólaði aftur undir rassinn góða.
Það er líka góðs viti ef maður stendur japanska túrista að því að kommenta á rassinn meðan beðið er á gatnamótum eftir grænu ljósi.
Mér sýnist ljóst að ég þarf að gera meira af því að fara í hjólreiðatúra og njóta útsýnisins.
Athugasemdir (1)
1.
Eagel von Christ reit 22. maí 2005:
Þetta er náttúrulega bara einhver mesta snilld sem ég hef heyrt Tóró!
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry