Kominn með húsnæði fyrir næsta vetur

Rétt í þessu var ég að fá póst um að ég sé kominn inn á kollegí. Um er að ræða herbergi 101 á Scandis Boligerne. Ég er ekki búinn að skoða herbergið og veit ekki hvenær ég get fengið það afhent, en nánari upplýsingar munu vera á leiðinni í pósti.

Fyrir áhugasama þá er kollegíið staðsett hér (kollegíið rautt og skólinn minn grænn). Eins og sést verður ekki langt fyrir mig að fara í skólann.

Nánari upplýsingar þegar þær liggja fyrir.


< Fyrri færsla:
Orðinn tölvulaus
Næsta færsla: >
Bjórinn lifir!
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry