Steinhissa

Í morgun fékk ég pósttilkynningu um að Surla væri komin heim og ég krafinn um heldur hátt lausnargjald fyrir hana (a.m.k. miðað við að hún er í ábyrgð og ég ætti bara að vera að borga fyrir flutning). Upp úr kassanum kom svo tölvan og tilkynning um að það væri ekkert að! Það sem meira er, ég er farinn að halda að það sé rétt...

A.m.k. get ég núna keyrt greiningarforritin sem frusu þegar ég reynd að sjúkdómsgreina hana upphaflega og nú er hún búin að vera í gangi í tæpan hálftíma (fraus áður á fyrstu 5-10 mínútunum).

Minnið og örgjörvinn sem ég hafði helst grun um að væru lasin virðast standast öll próf...

Helst hef ég þá grunaða um að hafa fundið eitthvað að og lagað það en látið eins og ekkert sé að. Ég geri nefnilega ekki ráð fyrir að ábyrgðin dekki 'false alarms', en þeir rukka lágmarksþóknun fyrir að testa vélina. Þannig fá þeir pening sem þeir myndu kannski ekki fá ef ábyrgðin dekkaði kostnað. Samsæriskenningar eru skemmtilegar.

Reyndar finnst mér ekkert lágmarks við þetta verð, ætla að kvabba í þeim til að fá a.m.k. sundurliðaðan reikning.

Aðalatriðið er auðvitað að tölvan virki, ég krosslegg fingur og vona að svo sé - þótt auðvitað pirri það egóið hafi ég staðið í öllu þessu veseni að óþörfu.


< Fyrri færsla:
New York Beer Times
Næsta færsla: >
Vist og Vilborg
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry