Pirringur!!!

Í þetta sinn lafði Surtla uppi í 5 klukkustundir áður en hún gaf upp öndina með bláum blossa (kannski ekki blossa, en bláskjá dauðans). Þegar hún hresstist aftur fletti ég upp í vefnum hans Bill Gates og hann er á því að þessi villa stafi af vélbúnaðarvandamálum. Ég kíkti í event-logginn til að athuga hvort ég sæi eitthvert mynstur í bláskjáum undanfarinna daga og sá þá mér til mikillar furðu að það síðasta sem gerðist í "viðgerð" baunanna var að vélin blúskrínaði. Eftir tilheyrandi endurræsingu hafa þeir slökkt á vélinni og úrskurðað að ekkert væri að!

Reyndar var ég farinn að gruna sjálfan mig um ofskynjanir þegar hún stóðst öll próf sem ég lagði fyrir hana, en þetta síðasta hrun "staðfestir" að ég er ekki alveg endanlega búinn að tapa glórunni.

Ég er búinn að krefja þá bauna um sundurliðun á reikningnum (nú, eða bara reikning yfirhöfuð). Næsta mál á dagskrá verður að kvabba í Nýherja. Það er greinilega eitthvað að og ég sætti mig ekki við að borga fjölmarga þúsundkalla fyrir að einhver tæknigúbbi horfi á vélina mína blúskrína og segi svo að ekkert sé að henni.

System restore tekur undir það með mér að kerfisuppsetningin hefur ekki breyst undanfarnar vikur. Ég kýs því frekar að trúa Bill Gates heldur en nafnlausa baunanum "ANJ".

Frá Bill:

Hardware failure: contact original computer manufacturer

Thank you for submitting an error report.

Problem description

The error was likely caused by an unrecoverable system hardware error. These errors are general in nature and can be caused by problems (such as overheating) with one or more of the following computer components:

  • Random Access Memory (RAM)
  • System board
  • Central Processing Unit (CPU)
  • Power supply

Problem resolution

If you have received this error more than once, it could indicate a serious problem with your computer. We recommend that you do the following:

  1. Back up your files to avoid data loss in case of any unexpected hardware failures.
  2. Contact the original manufacturer of your computer for further instructions.

< Fyrri færsla:
Vist og Vilborg
Næsta færsla: >
Í fréttum er þetta helst
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry