Vist og Vilborg

Búsetuplottið þykknar, nú er ég búinn að fá pappíra um herbergið sem ég ætla að búa í næsta vetur en fæ það hins vegar ekki afhent fyrr en 15. júlí - um það bil tveimur vikum eftir að ég ætla að vera kominn heim á klakann. Það stefnir því allt í að ég þurfi að setja dótið mitt í geymslu þann 1. júlí og sækja það svo í haust þegar ég kem.

Það þýðir að ég kem bæði til með að borga fyrir húsgagnageymslu og tómt herbergi í sumar. Það verða þó varla nema ca. 5-6 vikur.

Ég sem var að velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera skemmtilegt fyrir vaxtabæturnar sem ég sé fram á að fá greiddar út í sumar. Mér sýnist það vera að skýra sig sjálft þessa dagana...

Skipulagning lokasprettsins getur nú farið að síga í gang, ég sé fram á að þetta gæti orðið töluvert fjörugt, með síðasta próf að morgni 29. hef ég tvo daga til að pakka mér niður, koma draslinu í geymslu og koma mér heim. Einhvern vegin þarf ég líka að nálgast lykla að herberginu og semja um það hvernig yfirtöku þess verði háttað. Best væri líklega að geta sett dótið í geymslu og flogið heim sama dag. Annað hvort þann 30. eða 1.

Svo var ég að setja upp bleikar nýjar myndir af Vilborgu.


< Fyrri færsla:
Steinhissa
Næsta færsla: >
Pirringur!!!
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry