Í fréttum er þetta helst
16. júní 2005 | 2 aths.
Það er helst í fréttum héðan frá Kaupmannahöfn:
- Tölvan mín hefur ekki frosið í dag, gæti huxanlega gerst meðan ég er að pikka þetta inn.
- Frændi minn og nafni, Þórarinn Alvar, sendi mér póst um að hann hefði átt í svipuðu brasi með tölvu frá Nýherja sem ekki tókst að lækna og hann endaði á að krefja þá um aðra vél.
- Það er komið í ljós að við Hjörtur verðum nágrannar næsta vetur, hann og fjölskylda búa á kollegíi sem er hluti af sama "komplexinum" og það sem ég verð á.
- Ég er búinn að kaupa miða heim og aftur út. Kem á klakann að kvöldi 1. júlí og fer aftur út 26. ágúst. Flugleiðir mörðu Expressinn að þessu sinni. Verðið ber mark af því hversu stutt er í flugið norður, en það gæti samt verið verra.
- Geymsluhúsnæði fyrir sumarið hefur verið bókað. Ég sé reyndar fram á að allir þeir sem ég þekki nægilega vel til að geta böggað í að hjálpa mér að bera niður rúm og kassa verði utan þjónustusvæðis 1. júlí. Í versta lagi ber ég alla kassa niður sjálfur og fæ bílstjórann til að drösla rúminu með mér.
- Þrátt fyrir tilþrif í leti er ég kominn með ágætar fyrstu útgáfur af fyrirlestrum fyrir prófin tvö á mánudag. Það fyrra er 14 spjaldskrármiðar að lengd og er sem stendur á dönsku. Það er skondið að halda próf á dönsku fyrir enskan kennara og bandarískan prófdómara, en ég held að það verði fínt (það er mín ákvörðun að gera þetta á dönsku).
- Seinni fyrirlesturinn er núna um 20 miðar og þar á ég eftir að búa til meðfylgjandi glærur - það verða þó aðallega lykilorð frekar en teikningar. Sá fyrirlestur verður á ensku fyrir sömu dómara.
- Fátækir námsmenn eru ánægðir með ávaxtatilboð Fakta, 10 blandaðir ávextir á 20 krónur (5 króna sparnaður). Fyrir vikið er meira keypt af t.d. eplum og kívíum en venjulega. Hentar ágætlega sem smásnörl með prófundirbúningi.
- Hugljómun vikunnar var það þegar ég áttaði mig á því að í stað þess að prenta PDF skjal með ársuppgjörinu 2004 frá danska skattinum (fullt af núllum) út og senda það síðan í pósti til LÍN, gæti ég einfaldlega sent skjalið beint í tölvupósti.
- Helgarspáin gerir ráð fyrir 25+ stigum alla helgina. Það væri ágætt að eiga lítið eftir óunnið þá.
- Fréttaritari sendir lesendum öllum bestu 17. júníkveðjur, sjálfur mun hann verja a.m.k. hluta þjóðhátíðardagsins í prófundirbúningsfundi. Svo verður eitthvað íslíngasprikl á Amagerströnd á laugardag og fótbolti í Fælledparken.
PS: Ég stenst það ekki að vísa á þessa sorglegu mynd af hrikalegu umferðarslysi. Ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Athugasemdir (2)
1.
Huld reit 20. júní 2005:
Hver veit nema nágrannar þínir af Öresundinu geti haldið á nokkrum kössum.
Í skiptum fengjum við kannski leiðsögn um IT-skólann (d. fredagsbarinn) eftir síðasta prófið. Því nú hefst undirbúningur okkar fyrir haustið!!!! ja ja vi skal flytte til Danmark í efteraret;o)
EinsdagsstoppíRvkmilliSvarfaðardalsogleiklistarhátíðarkveðja,
Huld.
2.
Þórarinn.com reit 21. júní 2005:
Velkomin til útlandsins!
Sjálfsagt mál að standa fyrir skoðunarferð.
Tu tu á leiklistarhátíðina.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry