ITU / DTU samanburður - seinni hluti

Á þriðjudaginn var mér boðið í íslenskan fisk og skoðunarferð hjá Ernu og Steinunni ásamt meðfylgjandi úttekt á þriðjudagsbar DTU. Eftirfarandi er örstuttur samanburður á börunum tveimur á ITU og DTU.

Sjá einnig fyrri hluta samanburðarins.

DTU barinn fær augljóslega mörg rokkstig fyrir að vera þriðjudags-bar. Reyndar var ekki sérlega fjölmennt, en heimamenn vildu meina að þetta væri með eindæmum dapur mæting. Kannski skiljanlegt í ljósi árstíma.

Ég held að bjórúrvalið sé ívið betra "hjá okkur", en DTU var með meira úrval í sterkum drykkjum (a.m.k. sýnilegt).

Arkitektúrinn er gerólíkur, DTU barinn er í kjallara (heitir enda Kjallarabarinn) með dökkum múrsteinum á veggjum og lágt til lofts. Meiri kráarstemmning heldur en kaldari design-stemmningin hjá okkur.

Hlutfall Sauðkrækinga var líka áberandi hærra en á föstudagsbarnum okkar.

Það að vera í miðjum próflestri og þurfa að ná síðustu lest á miðnætti gerði reyndar að verkum að úttekt á barnum varð kannski ekki eins ítarleg og hægt væri.

Þetta var engu að síður fín ferð. Alltaf gaman að kynnast nýjum kúltúr :)


< Fyrri færsla:
Fyrsta próf afstaðið - næsta á leiðinni
Næsta færsla: >
Boltagrill með íslenskum nasaþef
 


Athugasemdir (2)

1.

Óskar Örn reit 22. júní 2005:

Hvurjir voru þessir Sauðkrækingar, svo maður forvitnist nú aðeins...? Varla Björgvin vinur minn, veit ekki til þess að sá maður smakki vín!

2.

Þórarinn.com reit 22. júní 2005:

Mikið rétt, það var meistari Björgvin.

Við vorum sammála um að við hefðum líklega síðast hist á einhverju sumbli á Eggertsgötunni, þá trúlegast annað hvort hjá þér eða Lindu Hrönn. Það þótti því viðeigandi að leiðir okkar lægju næst saman á dönskum bar.

Ég sagði heldur ekkert um að hann hafi smakkað vín. Hann drakk Tuborg Classic eftir því sem ég best fékk séð...

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry