Fyrsta próf afstaðið - næsta á leiðinni

Þá er ég búinn í fyrsta prófinu. Verkefnastjórnun í morgun þar sem ég fékk 9 (samsvarar ca. íslenskri 8). Ég er alveg sáttur við það, þótt auðvitað hefði ég heldur viljað 10. En maður tekur sénsa með það efni sem maður velur að tala um og ég valdi ekki það léttasta - og það var smávægileg "gildra" sem ég tók ekki eftir í eftirfylgjandi spurningasessjón.

Næsta próf er svo eftir klukkutíma og kortér, fjögurra vikna verkefnið mitt. Þar myndi ég gjarnan vilja fá aðeins hærri einkunn, en væri samt alveg sáttur við aðra níu.

Veikindi Surtlu litlu halda áfram og í morgun var hún hundlasin og harðneitar að keyra upp Glugga. Ég sé fram á að verða meira eða minna tölvulaus þar til ég kem heim - a.m.k. ætla ég ekki að setja hana aftur í hendurnar á þessum krimmum sem þóttust ætla að lækna hana síðast. Þá held ég frekar að ég treysti á að Nýherji finni út úr málinu.


< Fyrri færsla:
Í fréttum er þetta helst
Næsta færsla: >
ITU / DTU samanburður - seinni hluti
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry