Grafík afstaðin

Á miðvikudagskvöld mætti ég í próf í (grunnleggjandi) grafískri hönnun. Þar fékk ég nokkuð beinskeytta gagnrýni, en hrós fyrir góða kynningu. Lokaniðurstaðan varð einkunnin 9 sem ég er sáttur við, enda kennarinn ekki þekkt fyrir að gefa háar einkunnir.

Þau atriði sem hún og prófdómari bentu á, verð ég að viðurkenna að eiga öll við rök að styðjast. Hins vegar held ég að ég hafi unnið eins vel úr prófinu og efni stóðu til, þ.e. verkefnið sem ég hafði skilað, og var til umræðu.

Ég skráði mig fyrst og fremst í kúrsinn til að brjótast út úr "rúðustrikun" í hönnunartilþrifum - og það má einmitt segja að það sem þau helst gagnrýndu voru atriði sem báru þess vott að ég er ekki enn laus við þá strikun, hins vegar þyki ég gefa fyrirheit um betrun með áframhaldandi æfingum.

Nú er bara eitt próf eftir, næsta miðvikudag.


< Fyrri færsla:
Skin og skúrir í prófatilverunni
Næsta færsla: >
Meira síðar
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry