Með lífsmarki, sprækur en kafinn önnum

Ég hef lítið gert af því að skrifa í dagbókina undanfarið, einkum vegna anna og veikinda Surtlu litlu. En nú er sem sé síðasta prófið í fyrramálið og ég er að fínpússa fyrirlesturinn. Það verður svo að skýrast hvort og hvenær ég næ að festa á vefþjón þær hugrenningar sem hafa skotið sér upp í kollinum undanfarið og ættu fullt erindi hingað.

Annars á ég bókað flug næsta föstudagskvöld og yfirgef þá danska sumarið fyrir það íslenska...

Meiri tjáningar að vænta síðar.


< Fyrri færsla:
Meira síðar
Næsta færsla: >
Overstået
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry