Overstået

Þá er þessari önn lokið, síðasta prófið afstaðið. Það var að mörgu leyti merkilegt því verkefnið sem kúrsinn byggir á unnum við í hóp og vorum öll saman í prófherberginu þótt við héldum okkkar munnlegu framsögn hvert fyrir sig. Einkunnirnar voru frá 8-10, með mig í áttunni. Greinilegt að þeir lögðu mikla áherslu á frammistöðu dagsins - sem er óvenjulegt því oftast er ekki nema 1 sem skilur að einkunnir innan hóps. Það skondna er svo að sú sem fékk hæstu einkunnina er sú sem lagði (að mínu mati) einna minnst til verkefnisins. En svona er lífið.

Annars er svo sem ekkert yfir 8 að kvarta, ég vissi vel að ég væri að taka ákveðinn séns með að taka fyrir þröngt efni án þess að hafa beinar tengingar yfir í það lesefni (pensúm) sem við höfðum auk kennslubókarinnar.

Svo skilst mér líka að mér hafi farist betur úr hendi að draga fram lykilatriðin þegar ég æfði fyrirlesturinn í fyrradag - en þannig er það nú bara.

Nú togast á í manni þeir ótal hlutir sem ég þyrfti helst að græja í dag (aðallega til að undirbúa flutningana) og löngun til að fara út í sólina og slappa af. Kemur í ljós hvað verður.


< Fyrri færsla:
Með lífsmarki, sprækur en kafinn önnum
Næsta færsla: >
Mættur á Fálkagötuna
 


Athugasemdir (2)

1.

Óskar Örn reit 29. júní 2005:

Til lukku með þetta gamli! Vonast til að sjá e-ð í smettið á þér í fríinu. Verðum e-ð á Vopnó og ætli besti sénsinn gefist ekki þar (geri ráð fyrir að þú kíkir í föðurhús fyrir austan).

2.

Margrét reit 30. júní 2005:

Til hamingju

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry