Mættur á Fálkagötuna
04. júlí 2005 | 2 aths.
Eftir annasaman endasprett í veldi bauna þar sem gekk á ýmsu og margt fór öðru vísi en til stóð, er ég nú kominn heim á klaka og hef tekið upp búsetu á Fálkagötunni. Allt fór baunastússið vel að lokum og röðin á Kastrup reyndist þrátt fyrir allt ekki lengri en svo að ég hafði það af að komast í vélina. Heima í Keflavík tóku foreldrarnir óvænt á móti mér og á laugardagskvöldinu fórum við familían út að borða að fagna mastersgráðu Sigmars.
Eftir matinn fórum við systkinin (þ.e. við barnlausu) út á lífið og ég rifjaði upp hvað íslenskur bjór er ógisslega dýr. Fyrr um daginn hafði ég fengið fyrsta verðkúltúrsjokkið við að sjá þriggja stafa verðtölur í bakaríinu...
Á morgun er svo fyrsti dagurinn í sumarvinnunni, við vefsmíði hjá Stika.
Ég stefni enn að því að færa til bókar atburði nýliðinnar viku í Köben, en nú er ég aðeins of sybbinn til að nenna því.
Lesendur hafa því eitthvað til að hlakka til...
Athugasemdir (2)
1.
Gunnar Grimsson reit 04. júlí 2005:
Og fyrsta verkið ætti kannski að vera að pota í þá að laga til DNS-færslur hjá sér þannig að http://stiki.is virki en ekki bara http://www.stiki.is?
;>
2.
thorarinn.com reit 05. júlí 2005:
Púff, það er greinilegt hvað verður eitt af mínum fyrstu verkum!
Ég er búinn að laga tengilinn hjá mér en lofa ekki DNS lagfæringunni alveg strax...
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry