Fullar forsendur til betrunar

Nú er Surtla mín blessunin komin aftur til heilsu. Bekkjarbróðir minn úr grunnskólanum, Eiríkur Emils, lagaði hana með því að skipta um minni í henni - eins og mig grunaði fyrst virðist sem það hafi verið minnisglöp sem voru að hrjá hana. Það eru því allar forsendur fyrir því að færa til bókar helstu atburði liðinna vikna. En samt...

Þessi helgi hefur verið letileg og ég ekki komið mér að því að setjast við skriftir fyrr en nú, þegar líða fer að nóttu.

Ég held því að ég láti þessa færslu standa sem áminningu til sjálfs míns um að bretta nú upp ermar og fara að pikka.

Annars er allt gott, ég er að komast á skrið í vinnunni - er langt kominn með að vefa grunn að útlitinu og er núna að skrifa drög að kerfislýsingu. Utan vinnutíma hef ég náð að heilsa upp á nokkra af vinum og kunningjum - stefni að því að halda þeim hittingum áfram enn um sinn.

Góða nótt.


< Fyrri færsla:
Mættur á Fálkagötuna
Næsta færsla: >
Flutningaspanið
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry