Damn you, Xalazar!

Reyndar mun réttari tilvitnun í Charlies Angels vera "Damn you, Salazar" (líklega bestu tilþrif á kvikmyndaferli Matt LeBlanc), en mig vantaði X í bölvunina. Sigmar bróðir keypti nebbnilega X-Box í Danmörku sem liggur ansi freistandi við höggi hérna í stofunni. Ekki svo að skilja að ég sé ALLTAF að spila eða horfa á einhvern spila, en ég sé heldur ekki fram á að skrifa the great Icelandic novel í sumar...

Viljastyrkur minn á sér lítil takmörk. Lélegt sjónvarpsefni og klessubílaleikur í X-Box...

En mér tókst þó að slíta mig frá boxinu í gærkvöldi og fór út að hlaupa - það hlýtur að telja eitthvað í stóru bókinni.


< Fyrri færsla:
Beðið eftir strætisvagnastjóranum Godot
Næsta færsla: >
Þokubólstrar á heila
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry