Aðvörun: Yfirþyrmandi monthætta

Það er ekki margt sem toppar það að komast í New York Times, en ég held að frétt dagsins á Wired fari langt með það.

Þessi grein er mun ítarlegri en textinn í NYT, og ég sé þarna nokkrar beinar tilvitnanir í mig, enda skrifaði ég allan enskan texta á Vores Øl vefnum, þar á meðal:

Vores Øl hopes that the beer "perhaps one day becomes the Linux of beers."

Sem mér finnst enn soldið snjallt hjá mér...

Það er líka alger snilld að komast á Wired, sem hefur lengi verið minn uppáhalds tækni-frétta-vefur. Ég er ekki einn um þá skoðun, þannig að það kæmi mér ekki á óvart þótt umferðin á ölvefnum aukist aðeins í framhaldi af þessu.

Þess má að lokum geta að ég var að fá tölvupóst frá blaðamanni Harper's Magazine sem vantaði upplýsingar um fjölda okkar sem tókum þátt í verkefninu. Það mætti segja mér að honum liggi varla á þessum upplýsingum til að geta slegið um sig í vindlaklúbbnum...

Eins og segir á vefnum þeirra: Harpers.org is the website of Harper's Magazine, an American journal of literature, politics, culture, and the arts published continuously from 1850.


< Fyrri færsla:
Fyrirsætutilþrif
Næsta færsla: >
Hvað með gróðurinn?
 


Athugasemdir (2)

1.

Gunnar Grimsson reit 18. júlí 2005:

glæsilegt, mátt alveg vera montinn :)

2.

Jon Heidar reit 23. júlí 2005:

Gedveikt!
Kvedja fra Rimini.
Jon H.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry