Allt að verða vitlaust í bjórnum

Nýjustu fréttir af fjölmiðlaæðinu í kringum Open Source bjórinn okkar eru þær að gestabókin á vefnum er full af kommentum frá Þjóðverjum sem höfðu lesið um fyribærið í Der Spiegel. Nú skilst mér að BBC sé að vinna að einhverju og vilji fá mig í símaviðtal!

Kannski ég verði frægur eftir allt saman.

Í ljósi fyrri stílbragða ritstjóra er kannski rétt að taka fram að í undanförnum færslum um bjórinn hafa færslur verið nærri sannleikanum og engu verið logið um alla þessa nafntoguðu fjölmiðla.


< Fyrri færsla:
Leynifélag lubbanna?
Næsta færsla: >
Leikför í Heiðmörk?
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry