Fjölmiðlafár

Á fimmtudeginum tók BBC World Service við mig símaviðtal um hlutdeild mína að bjórbrugguninni og það hvernig hugmyndir að verkefninu hefðu kviknað. Ég hef reyndar ekki getað grafið upp hljóðdæmi, en þetta var komið samdægurs á vefinn hjá þeim sem landafræðispurning(!). Í svarinu eru svo nokkrar beinar tilvitnanir í mig - þannig að hver veit nema ómþýðri rödd minni hafi verið útvarpað yfir alheim?

Reyndar ættu hljóðskrárnar að vera aðgengilegar af vefnum, en það virðist eitthvað bilað þannig að ég fæ bara 404 villur.

Hér er svo umfjöllun Der Spiegel. Ég veit ekki hvort allir lesendur treysta sér í mikla þýsku, en aðeins um miðja frétt eru myndir sem hægt er að stækka og aftarlega í sjó-inu sést glytta í mig í Reykjavíkurmaraþonbol (aftan við Vibeke í átöppunartilþrifum).

Fyrst ég er farinn að sletta "útlenskum" vefjum (þ.e. á öðrum tungumálum en ensku), þá er hér Wikipedia færsla um Vores Øl á frönsku.

Það sem af er júlímánuði hefur vefurinn fengið rúmlega 40 þúsund heimsóknir, sem nálgast tæpu 57 þúsund heimsóknirnar í janúar. Sem aftur bendir til þess að sé ætlunin að safna hittum er vænlegra að komast inn á Slashdot og aðra nördavefi heldur en meiri meinstrím vefmiðla.


< Fyrri færsla:
Leikför í Heiðmörk?
Næsta færsla: >
Bræður munu golfast
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry