Tvær tilvísanir

Ég er kannski að tapa mér í stuðlunum fyrirsagna, en hér eru tvær áhugaverðar síður sem ég hef rekist á í vikunni. Bráðsnjallt lyklaborð og lygilega flottar þrívíðar stéttateikningar.

Fyrst er lyklaborð sem er með lítinn skjá í hverjum einasta lykli. Þannig breytist lyklaborðið ef skipt er um tungumál, skipt í hástafi eða unnið í sérhæfðum forritum. Bráðsnjöll hugmynd og ég panta hér með svona í ammælisgjöf - þegar það kemur út.

Hin vísunin er svo í götulistamann sem sérhæfir sig í þrívíðum stéttateikningum. Glettilega flott, sérstaklega þegar maður sér hvernig dýrðin lýtur út úr "hinni" áttinni.

Það er ekki laust við að maður velti því fyrir sér hvernig hann fari að því að reikna vörpunina rétt út...


< Fyrri færsla:
Bræður munu golfast
Næsta færsla: >
Hjólað í leikhús
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry