Hjólað í leikhús

Á mánudagskvöldið tók ég hjól litlu systur traustataki og hjólaði í drjúgum strekkingi út á granda til að sjá leiksýningu. (Takk fyrir lánið Margrét!) Þar var um að ræða hálfopna lokaæfingu Hugleiks á Undir hamrinum (Country Matters) sem nú hefur verið fluttur til Mónakó og verður fluttur þar einhvern næstu daga.

Ég fór á samsvarandi sýningu/æfingu fyrir ári þegar hópurinn var á leið til Viljandi. Ég er ekki frá því að sýningin hafi tekið framförum síðan, a.m.k. sá ég nokkra smábrandara sem ég mundi ekki eftir að hafa séð áður.

Það var að minnsta kosti mjög gaman að sjá hópinn - þótt vissulega hafi ég hitt slatta þeirra í grillinu á laugardaginn. Ég kvaddi með þeim orðum að við myndum hittast aftur næsta sumar...

Blessunarlega hafði mótvindurinn ekki snúist svo neinu nam, þannig að heimferðin varð hin dægilegasta.


< Fyrri færsla:
Tvær tilvísanir
Næsta færsla: >
Toro rennt
 


Athugasemdir (2)

1.

Margrét reit 29. júlí 2005:

What!

2.

Þórarinn.com reit 29. júlí 2005:

Ég skal vera búinn að pumpa í dekkin þegar þú kemur aftur :)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry