Spammaður!
08. ágúst 2005 | 2 aths.
Og þá er komið að því að vond vélmenni eru farin að nota athugasemdakerfið mitt til að koma linkaspammi frá sér. Þetta virðist hafa byrjað 30. júlí og er núna dreift á nokkrar gamlar færslur. Allt spam eldra en tveir sólarhringar hverfur þó sjálfkrafa, en mér sýnist ljóst að ég þurfi að skrúfa örlítið upp í öryggisstillingunum.
Næsta skref verður því að fela alla linka úr athugasemdum sem ekki eru staðfestar, þá verður þetta spambögg aldrei meira en fyrirhöfnin við að taka til í gagnagrunninum einstaka sinnum.
Fyrir áhugasama þá eru þetta aðallega linkar á netlæg spilavíti og einstaka megrunarpillur.
Ég myndi vísa á sýnishorn, nema af því bara að ég er búinn að hreinsa þetta allt út úr grunninum (og þótt ég skildi eitthvað eftir myndi það hvort eð er hverfa fljótlega).
Ritstjórn thorarinn.com kveður úr hinum harða heimi hakkara og spammara.
Athugasemdir (2)
1.
Siva reit 11. ágúst 2005:
Heyrðu ég frétti um versló að þú værir á Fróni í sumar ! Gerði ráð fyrir að þeir sem fara til Danmerkur festist þar um aldur og ævi, eins og Hanna Birna. Hef ekki kíkt á heimasíðuna þína síðan í vetur, datt í hug að nota tækifærið meðan fartölvan býr enn hjá mér. Hún og eigandi hennar flytja út eftir helgina, því við Jói ákváðum eftir mikla umhugsun að lífum okkar væri betur varið sundur en saman. Allt er þetta nú í mestu vinsemd, það tekur samt örugglega þónokkurn tíma að venjast einverunni aftur en það hefst.
Og ég skulda þér bjór fyrir teiknivinnu, ekki satt?
2.
Þórarinn.com reit 11. ágúst 2005:
Oss þykir leitt að heyra af þeim sundurflutningum.
Var teiknivinnunni nokkurn tíman formlega lokið? Ég er ekki vanur að senda út reikninga fyrr en í verklok :)
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry