Food and shopping

Það er meiri óáran að vera svona í vinnu, maður hefur ekki tíma til að færa dagbók - sérstaklega þegar maður er svo í ofanálag upptekinn á kvöldin. En síðasta fimmtudag fékk ég mjög merkilega beiðni á MSN þegar vinkona mín úr náminu, Lydia, spurði mig hvort ég væri til í að skrifa stutta sögu um "food and shopping". Ég kom af fjöllum.

Í ljós kom að hún er í praktík við námsefnisgerð í ensku fyrir grunnskóla (sem ég reyndar vissi) og að hana vantaði stutta sögu þar sem matur kæmi við sögu og væri við hæfi ca. 9 ára gamalla krakka.

Hún hafði fengið það verkefni að semja sögu, en var ekki að takast það þannig að hún hnippti í bullukollinn mig.

Mér fannst þetta það merkileg beiðni að ég gat ekki annað en fallist á hana og í hádegishléinu rumpaði ég upp stuttri sögu um dreng sem eldaði spagettí og frosnar kjötbollur. Hún fékk vinnuheitið "The Spaghetti Incident" sem tilvísun í plötu Guns'N'Roses sem samkvæmt Wikipedia er tilvísun í Calvin&Hobbes þar sem fyrir kom "the noodle incident".

Umrædd saga verður þó ekki birt hér.


< Fyrri færsla:
Spammaður!
Næsta færsla: >
Af hlaupum
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry