Af hlaupum
14. ágúst 2005 | 0 aths.
Þá er innan við vika í Reykjavíkurmaraþonið með sínum 10 kílómetrum og innan við tvær vikur í brottför til útlandsins. Hlaupaæfingar hafa heldur legið í láginni þessa viku, enda hef ég verið iðinn við að fara í heimsóknir á kvöldin og ekki gefið mér tíma í sprikl. Undirbúningur fyrir utanför er hins vegar nokkurn vegin eins og við er að búast (þ.e. lítill sem enginn).
Í vinnunni er að bresta á með aðflugi að lokaspretti, þannig að mín sérþekking nýtist sem best áður en ég hætti. Það stefnir reyndar ekki í að vefurinn verði alveg tilbúinn þegar ég fer út, en vonandi verður hann það langt kominn að það eina sem vanti verði textar og annað smálegt.
Annars veit ég ekki hvað ég þarf að undirbúa fyrir brottför, fyrir utan sitthvað smotterí sem er einfaldara að græja hér heima heldur en úti í DK.
Eftir tæplega viku hlé frá hlaupum böðlaðist ég 8,5 kílómetrana í gær (laugardag). Það gekk ágætlega og mér sýnist ljóst að þrekið muni duga - spurningin verður með orkubúskapinn, en með smá slettu af orkudrykk á miðri leið ætti þetta að ganga upp.
Nú er bara spurning um að trimma hringinn einu sinni enn og fara svo að hvíla sig.
Miðað við hlaupið í gær ætti ég að geta marið Sigmar litla ef ekkert klikkar, Elli litli verður hins vegar stærra spurningarmerki...
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry