Morgunmantra

Nýja morgunmantran mín:

Ég er hress og ég er sprækur
eins og nýútsprúnginn lækur.

Þegar ég huxa um möntrur dettur mér alltaf í hug ein sem er ættuð frá eðalmenninu Halldóri Gunnari Ólafssyni, Skagstrendingi með meiru, og var höfð í frammi í mötuneyti MA þegar ástæða þótti til:

"Slátur er gott."

Endurtekið ad nauseam, oft meðan vísifingur beggja handa nudduðu gagnaugu með hringlaga hreyfingum.

"Slátur er gott."


< Fyrri færsla:
Af hlaupum
Næsta færsla: >
Innrás lamadýra í hugskot mín
 


Athugasemdir (3)

1.

Jón Heiðar reit 16. ágúst 2005:

ég hef pínu áhyggjur af þér Þórarin.

2.

Þórarinn.com reit 17. ágúst 2005:

Það er gott að ekki stendur öllum á sama um mig. Áhyggjur eru hins vegar ástæðulausar, enda ég bæði hress og sprækur eins og ofar greinir.

Á morgnana þarf ég þó stundum að minna mig á hressleikann til að komast undan sænginni...

3.

Jón Heiðar reit 17. ágúst 2005:

You are not alone there

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry