Rauntími: 51:33
21. ágúst 2005 | 0 aths.
Þá hafa opinberir hlaupatímar í Reykjavíkurmaraþoninu verið gerðir... opinberir. Rauntími minn (þ.e. miðað við hvenær ég steig yfir ráslínuna) er 51:33 sem ég er mjög sáttur við. Sérlega í ljósi þess að fyrir hlaup var stefnan sett á ca. 55 mínútur.
Ég kíkti að gamni á eldri tíma mína í Reykjavíkurmaraþoninu og komst að því að 2002 hljóp ég á 55:50 (rauntími líklega um 55:00) og 2003 hljóp ég á 48:51 (raun). Það er betri tími en mig minnti, en hefði samt orðið einni og hálfri mínútu á eftir Ella eins og hann hljóp núna í ár.
Ég get þó a.m.k. montað mig af því að hafa í ár verið númer 324 af um 1200 sem luku keppni.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry