september 2005 - færslur


Skilgreining

Þegar maður stendur sjálfan sig að því um kvöldmatarleytið á föstudegi, ekki aðeins að þykja það góð hugmynd að pissa standandi á einari heldur láta verða af því, þá er fredagsbarinn vel heppnaður...

Hlunkurinn

Og rétt sisvona er litli netti iPodinn minn orðinn þykkur og feitur hlunkur, sem hinir krakkarnir í skólanum gera grín að. Soldið eins og mér líður með nýju bumbunni minni...

Sumar í sinni

Ég tók eftir því að það þótti vetrarlegt á norðurlandi í morgun. Hér hefur reyndar ekki sést mikið til sólar í dag, en hitastigið hefur legið í kringum tuttugu gráðurnar. Það er einfaldlega frábært að geta rölt heim úr skólanum um níuleytið að kvöldi í kolniðamyrkri á stuttermabolnum og þótt hitastigið ósköp notalegt.

Ilmandi fótbolti í Fælledparken

Í gær, laugardag, mætti ég í fyrsta skipti í fótbolta með FC Umulius síðan ég sneri aftur til Köben. Þar var að vanda ágæt mæting og ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem íslíngar voru í meirihluta - eða hvort við vorum sléttur helmingur. Veðrið var sömuleiðis frábært að vanda og ég bölvaði því að hafa ekki mætt í stuttbuxum eins og mér datt þó í hug.

Meiri sparðatíningur

Áður en lengra er haldið vill ritstjórn thorarinn.com biðjast velvirðingar á tilþrifaskorti skríbenta vefdagbókar þessarar. Vonir standa til að líf taki nú að færast í örlítið skipulegra form og þar með verði reglulegar færslur um atburði líðandi (eða nýliðinnar) stundar aftur ... reglulegar. Þangað til svo verður verður fyllt í eyður með sparðatíningi.

Portrett

Ég er ekki mikið fyrir að birta myndir af sjálfum mér hérna á vefnum, en hér verður gerð sjaldséð breyting þar á. Það var ákveðið á hæðarfundi að allir myndu setja upp mynd af sér á korktöflu á ganginum til að auðvelda áttanir og ekki ætla ég að skorast undan því. Ég fann lox mynd frá síðasta vori sem ég var þokkalega sáttur við og fótósjoppaði nokkuð hressilega.

sjaldséð portrett

Eðalboltanördar

Ég stóðst ekki mátið áðan að kíkja aðeins á fyrsta þáttinn í nýrri þáttaröð FC Zulu. Fyrsta serían fylgdist með umbyltingu hóps af algerum nördum sem ekkert gátu í fótbolta yfir í nörda sem gátu aðeins meira í fótbolta. Hápunktur fyrstu seríunnar var leikur við aðalliðið í Köben, FC Köbenhavn, sem nördarnir töpuðu með sæmd og potuðu inn einu marki. Þeir urðu í framhaldi af þáttunum hálfgerðar þjóðhetjur.

Sumardagurinn síðasti?

Hér í útlandinu munu veðrabrigði í lofti. Á morgun lýkur sumrinu - að minnsta kosti í bili - með 16 stigum og úrkomu. Í tilefni af yfirvofandi hausti notuðum við nafnar, ég og Leifsson tækifærið að snæða saman hádegismat. Hann hjólaði suðureftir til mín og fékk skoðunarferð um skólann áður en við réðumst á salatbar mötuneytisins.

Splunkunýr vefur í loftið

Þá er ég búinn að leggja lokahönd á lítinn vef fyrir lögfræðistofuna Acta. Útlit og uppsetning var alfarið í mínum höndum, byggt á fyrirliggjandi lógóhönnun. Vefurinn er búinn að vera í pípunum með löngum hléum í um hálft ár og það er áhugavert að fylgjast með hvernig útlitið þróaðist og slípaðist - sér í lagi eftir að ég var búinn að taka áfangann í grafískri hönnun og kom aftur að útlinu eftir töluvert hlé. Eftir þá yfirferð gerbreyttist vefurinn til hins betra.

Kaupti bækur

Ég hef glettilega gaman af því að kaupa mér tæknibækur, liggur við að það sé hálfgert fetish hjá mér. Dagsdaglega treysti ég reyndar á vefinn um næstum allan fróðleik, en mér finnst ekkert jafnast á við það að hafa góða uppflettibók við höndina. Þetta rifjaðist upp fyrir mér í dag þegar ég stóð með tvær þykkar skruddur í bóksölu skólans og huxaði mér gott til glóðarinnar að hefja lestur.

Raddlaus í blómaangan

Í gær var Funky Fredagsbar. Í gær var mjög gaman. Í dag er ég þunnur. Í dag er ég raddlaus. Í dag er ég framtakslaus og latur. Ég er samt allur að hressast...

Þróunarsaga Acta vefsins

Eins og ég nefndi í færslu í gær þá finnst mér fróðlegt að skoða hvernig útlitið á acta.is vefnum þróaðist stig frá stigi. Nú er ég búinn að safna saman skjáskotum af helstu þróunarstigum með stuttum athugasemdum um hvert þeirra.

Fullur, troðfullur

Pósthólfið mitt (thorarinn hjá thorarinn.com) hefur fyllst einhvern nýliðinna daga og hefur í framhaldi af því neitað að taka við framlögum. Ég tók ekki eftir þessu fyrr en í dag, en er núna búinn að taka aðeins til í hólfinu og auka við kvótann. Hafi einhver lesenda reynt að senda mér póst og fengið hann í hausinn aftur er viðkomandi hér með bent á að reyna aftur.

Flassarinn

Eins og ég hef eflaust nefnt einhverntíman, þá er ég að taka grunnkúrs í Flash á þessari önn. Í dag var 4. tíminn og fyrsti tíminn með smá ActionScript. Í dag bjó ég líka til fyrsta "verkið" sem ég er nógu ánægður með til að birta opinberlega - og það sem meira er; mér finnst þetta glettilega flott hjá mér!

Veðurfregnir

Ég sé á mbl.is að í Reykjavík er 2 stiga hiti. Veðurspá dagsins gerir ráð fyrir 18-22 stigum og sól hér í Danaveldi.

Að drepa elskurnar sínar

Frasinn "to kill your darlings" er oft notaður um það erfiða hlutskipti rithöfunda (og annarra skapara) að þurfa af einhverjum orsökum að grisja í hugmyndasafninu (oftast til að gera atburðarás hnitmiðaðri). Ég er einmitt að upplifa þetta að einhverju leyti á eigin skinni núna, þótt ég geti ekki sagt að ég hafi ræktað tilfinningar mínar fyrir þessari tilteknu elsku sérlega lengi.

The great kluck conspiracy

Mér skilst að ég hafi verið tvíklukkaður í bloggklukkinu alræmda á föstudaginn. Mér þykja skilgreiningar á klukki hafa breyst síðan í minni barnæsku þegar þurfti snertingu til að klukk teldist gilt, nú lýsa menn því bara yfir að þeir hafi klukkað einhvern - það er ekki einu sinni sett athugasemd í kommentakerfið. Tsk tsk...

Athugasemdir óskast

Nú er ég búinn að sitja við drjúgum stundum að vinna fyrsta skilaverkefnið í Flash kúrsinum (sem á að skila á morgun, miðvikudag). Fyrsta útgáfa í fullri lengd er tilbúin, en ég er löngu orðinn samdauna þannig að mig langar að nota þennan vettvang fyrir smá prufukeyrslu og fá athugasemdir lesenda.

Vantrú á landanum

Þegar ég sá frétt hjá Washington Post um að sala á orkufrekum jeppum væri að hrynja í Bandaríkjunum flaug mér fyrst í hug að nú væri kannski von til að Íslíngar skæru niður jeppabruðlið og færu að sníða sér bílstakk eftir vexti. Svo fór ég að efast...

Ambúlans, ammili og annir aðrar

(Þessi pistill um atburði helgarinnar hefur verið lengi í smíðum, en betra er soldið seint en aldrei). Á laugardaginn var boltaspark á vegum FC Umulius í Fælledparken. Þar gerði leiðindaatvik það að verkum að kalla þurfti til sjúkrabíl vegna beinbrots - þó var orsök beinbrotsins hvorki fólskuleg tækling, hnédjúpu holurnar á vellinum né árekstur á mikilli ferð, heldur það sem virtist við fyrstu sýn sárasaklaus bylta.