Skilgreining
04. september 2005 | 1 aths.
Þegar maður stendur sjálfan sig að því um kvöldmatarleytið á föstudegi, ekki aðeins að þykja það góð hugmynd að pissa standandi á einari heldur láta verða af því, þá er fredagsbarinn vel heppnaður...
Sérstaklega þegar þetta verður ekki framkvæmt nema með því að styðja sig við vegginn.
Fyrsti fredagbar vetrarins er sem sé að baki. Ágæt mæting og stemmning, þótt lítið færi fyrir danstilþrifum þrátt fyrir viðveru plötuþeytara. Við vorum fjögur sem reyndum að vinna bug þar á, en þar sem PÞ pésinn spilaði með eindæmum lítt dansvæna tónlist gáfumst við upp.
Annars er ég að verða gamall, um miðnættið var ég orðinn þreyttur og hélt heim - eftir aðeins átta tíma bjórdrykkju...
Skrýtni bjór kvöldsins var "Dirty Dick's Ale" - prýðisgóður. Sömuleiðis bragðaði ég á "Banana Bread Bear" sem bragðaðist eins og... bananabrauð. Hreinn vibbi.
Athugasemdir (1)
1.
Sævar reit 05. september 2005:
Aumingja Einar. Ég segi nú ekki annað.
Þessi byrjun minnti mig á sögu sem ég heyrði fyrir nokkru. Tveir veiðimenn voru að gera að rjúpum á Þorláksmessu úti í bílskúr, heimilisfaðirinn og Einar kunningi hans. Barnungur sonur heimilisföðurins fylgdist spenntur með - og um leið og verkið hófst hljóp hann inn til mömmu sinnar og hrópaði; „Mamma! Það er búið að skera hausinn af einari.“ Gott ef það leið ekki yfir húsmóðurina.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry