From digital music to digital video loxins komið á vefinn

Þá er ég lox búinn að druslast til að koma villuleiðréttri útgáfu af fjögurra vikna verkefninu mínu frá síðustu önn formlega á vefinn. Meðfylgjandi er einnig linkasúpa þykk og römm fyrir þá sem vilja sjá hvaða heimildir ég hafði til hliðsjónar.

Mér skilst á kennaranum mínum úr því verkefni að hann viti um nokkra "í bransanum" sem hafi áhuga á textanum. Það er því aldrei að vita nema ég verði frægur (vonandi þó ekki að eindæmum).

Komandi 16 vikna verkefni (sem á vinnulega séð að jafngilda hálfri önn) verður svo byggt á svipuðum nótum, en með þrengri fókus á miðlun sjónvarpsefnis í farsíma (og skyld tæki).

Þar stendur til að ég fái smá tækifæri til að leika við stóru strákana og meðal annars mun ég fá aðgang að gögnum sem ekki eru opinber. Það hvort skýrslan mín verður þar með leyndarmál verður að koma í ljós þegar fram líða stundir.


< Fyrri færsla:
Nýjar myndir af Vilborgu
Næsta færsla: >
Ilmandi fótbolti í Fælledparken
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry