Veðurfregnir

Ég sé á mbl.is að í Reykjavík er 2 stiga hiti. Veðurspá dagsins gerir ráð fyrir 18-22 stigum og sól hér í Danaveldi.

Bara fyrir þá sem hafa áhuga á slíku...


< Fyrri færsla:
Flassarinn
Næsta færsla: >
Að drepa elskurnar sínar
 


Athugasemdir (4)

1.

Gísli reit 23. september 2005:

Fyrir þá sem huxa enn smærra (þ.e.a.s. út fyrir stórborginar) þá má geta þess að það var hvítt um að litast á Akureyri í morgunn. Og N.B. þetta var ekki fyrsti í sköfu. Síðbrókin og lopapeysan eiga vel við hérna uppi á klaka...

2.

Þórarinn sjálfur reit 23. september 2005:

Það má ekki skilja færsluna sem svo að ég sé að gera lítið úr veðratilþrifum norðan heiða - Reykjavíkurhitastigið lá bara betur við höggi á forsíðu mbl.is

Hér er reyndar líka farið að kólna aðeins, t.d. stóð ég frammi fyrir því vali um daginn að þurfa annað hvort að fara að sofa við lokaðan glugga eða skrúfa frá ofninum (a.m.k. yfir blánóttina). Valdi að loka glugganum svona fyrst um sinn - enda níska baunanna farin að smitast yfir á mig.

3.

Sigmar reit 23. september 2005:

...enda kostnaðurinn við að upphitun þarna á flatlendinu fáránlegur. Við höfum alveg efni á þessum kulda hinsvegar =o)

4.

Már reit 23. september 2005:

Iss... Celsíusgráður eru bara fyrir eymingja!

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry