október 2005 - færslur


Af háum tíðum

Þegar hátíðir eru annars vegar eru árshátíðir framarlega í flokki. Verst að það liggur í eðli þeirra að vera bara einu sinni á ári. (Reyndar minnir mig að í lögum bocciaklúbbsins Þrumu sé ákvæði um að árshátíðir félagsins skuli halda eins oft og þurfa þykir - engin hámörk um fjölda á ári). (Ekki svo að skilja að árshátíð Þrumu hafi verið haldin í mörg ár - kannski rétt að fara að huga að slíku, t.d. fyrir næsta ár?).

Þrengt að kommentaspömmurum

Eins og ég hef áður nefnt tóku kommentaspammarar upp á því að misnota athugasemdakerfið mitt síðla sumars og hafa síðan reynt að puðra inn drjúgum slatta af spammi um póker og töfrapillur ýmiskonar. Til að minna beri á þeim senda þeir athugasemdirnar á gamlar færslur, en þar sem ég birti ekki tengla í athugasemdum frá óstaðfestum netföngum og læt slíkar athugasemdir hverfa eftir sólarhring - verður þeim ekki kápan úr því klæðinu. Það að sjá við þeim og greina spammið frá upphafi er hins vegar áhugaverð áskorun.

Notendavænleikavandamál

Í morgun var ég af rælni að taka til í vefstjórapósthólfinu mínu, en þangað berast meðal annars allar tilkynningarnar um að spammaranetföng sem reynt hefur verið að staðfesta séu ekki til. Þar inn á milli leyndust tölvupóstar frá "alvöru fólki" sem gefa vísbendingar um ákveðið usability vandamál í athugasemdakerfinu mínu. (Hvað heitir annars usability á íslensku?)

Harry Potter og silfurskotturnar

Lesendur eru beðnir velvirðingar á ítrekuðu rausi um athugasemdakerfið. Hér verður kvæði vent í kross og raupað um hversdagsleg málefni með þeim hætti sem vefur þessi er víðfrægur fyrir (þ.e. í löngu og óskipulögu máli). Meðal viðfangsefna eru Harry Potter, tánaglaklippingar og fauna jafnt björgunarbáta sem baðherbergja.

Stenkur á baðherberginu

Undanfarið hef ég keppst (skrítin beygingarmynd) við að halda baðherbergisdyrunum kyrfilega lokuðum og hafi ég þurft að hætta mér þangað inn hefur það verið með ákveðinn ugg í brjósti. Ekki vegna silfurskottanna sem nefndar voru í síðustu færslu, né vegna lyktar af völdum þeirrar úrgangsleysingar sem hefð er fyrir að eigi sér stað í slíkum baðherbergjum, heldur vegna fljótandi salernsisskálarviðbjóðsins sem ég hafði keypt mér í sakleysi mínu.

Dúkkur og netklám

Ég tek fyrst fram að ég er illa svikinn ef enginn misskilur þessa fyrirsögn! Annars var ég að hlusta á að hlusta á iTunes safn óþekkts sambýlings (þess sama og er með Harry Potter). Þar kennir ýmissa grasa, þar á meðal diskinn Once More, Now With Feeling með castinu úr Buffy the Vampire Slayer (sem hljómar afleitlega) og tónlistina úr söngleiknum Avenue Q.

Stuttklipptur!

Þar sem það er farið að nálgast sex vikur síðan ég fór síðast í klippingu og lubbinn því orðinn hnausþykkur og lítt viðráðanlegur, ákvað ég að skella mér undir skærin. Ég fór á sama stað og síðast þegar ég var klipptur hérna í DK, 99 krónu búllu á Amagerbrogaðe, með það í huga að þynna og snyrta svolítið. Klipparinn sem ég lenti á var hins vegar mun vinnusamari en ég hafði átt von á - þannig að núna stórsér á mér.

Staðið við fögur fyrirheit

Þegar ég lét af þeirri hreintrúarstefnu að vera bara með mp3 skrár rippaðar af eigin geisladiskum á tölvunni minni, réttlætti ég "þjófnaðinn" með því að þetta væri leið til að kynnast nýrri tónlist og ef ég uppgötvaði eitthvað sem væri að fíla gæti ég keypt diskinn til að listamaðurinn fengi að minnsta kosti einhverja aura. Sú plata sem hefur fengið mesta spilun í iPodinum undanfarnar vikur er O með Damien Rice og mér farið að fljúga í hug að nú væri kannski komið að því að fjárfesta formlega í gripnum.

Uppl.ið á uppleið?

Orðið á götunni virðist vera að upplýsingatæknigeirinn sé á hraðri uppleið og jafnvel farið að bera á manneklu. Þannig birtist klausa um þetta í dönsku blaði upplýsingatækniiðnaðarins í vikunni, kempur í bransanum farnar að hafa orð á þessu og svipaðar raddir berast að heiman.

Aðeins um skólann: Eye Tracking

Eftir færslur undanfarinna daga um skordýr, baðherbergisangan, tónlistarkaup og þess háttar er kannski rétt að hripa eitthvað niður um hvað ég er að fást við í skólanum. Í gær fengum við nefnilega tækifæri til að "leika okkur" með virkilega flotta græju sem auðvelt er að sjá margvísleg not fyrir - þótt reyndar sé verðmiðinn upp á ca. 1,5 íslenska milljón.

Bitinn aftan hægra

Enn hefur ekki borið á auknum innrásarþunga silfurskottufjölskyldunnar í baðherberginu og enn hef ég ekki staðið þær að því að narta í mig (enda skilst mér að það sé lítt í þeirra eðli). Hins vegar hefur eitthvað kvikt bitið mig í hælinn, auk þess sem ég er reglulega að bíta sjálfan mig - mér til lítillar gleði.

Af drykkju og dramanótt dauðans

Í gær fór fram áðurnefnt Tour de Chambre hér á hæðinni. Það reyndist prýðileg skemmtun fyrstu fjóra tímana eða svo, en þróaðist svo út í dramagang mikinn með öskrum, hurðaskellum, taugaáföllum og sjúkrabílum. Þótt fyrirsögnin gefi kannski vísbendingar um annað veit ég ekki til að nein "alvöru" dauðsföll hafi átt sér stað (þótt nokkrir hafi sofnað áfengisdauða um lengri eða skemmri tíma).

Sumri hallar (undir flatt)

Smám saman er að verða haustlegra hér í útlandinu, rökkvað á kvöldin og eflaust líka á morgnana (ef ég myndi vakna nógu snemma til að taka eftir því). Veðrið helst hins vegar prýðilegt, þótt sjálfur hafi ég ekki farið út á stuttbuxum síðan í gær.

Haustlauf

Apple gera það einu sinni enn...

Eftir ábendingu frá Ella bróður er ég að horfa á Steve Jobs kynna nýjustu leikföngin frá Apple; nýjan iMac, nýjan iPod og nýja útgáfu af iTunes. Ég held það sé engin ástæða til að linka neitt sérstaklega á einstakar græjur - ég geri ráð fyrir að allir netmiðlar verði fullir af fréttum af þessu á morgun (að því gefnu að þeir séu ekki þegar farnir að fyllast). Mér sýnist að þarna sé farið að votta fyrir uppfyllingu á mínum draumi um stofugræjur framtíðarinnar.

Bland í vefpoka

Hér í útlandinu stendur núna yfir eftirársfrí, eða það sem á ástkæra ylhýra útleggðist eflaust sem haustfrí. Ég held ég fari rétt með að allir barnaskólar taki frí þessa viku og ég geri ráð fyrir að menntaskólar geri það líka. Í ITU var ekkert haustfrí í fyrra, en áþreifanleg afleiðing þessa haustfrís verður að önninni lýkur ekki fyrr en með verkefnaskilum klukkan 15:00 þann 23. desember næstkomandi.

Heilbrigðistækniverkefnahugleiðingar

Nýlega hafa vinir mínir í heilbrigðisgeiranum fett fingri út í tæknihverfa langhunda í dagbókarfærslum mínum. Ég lofa ekki að slíkum færslum linni en þar sem ég er fús til að koma til móts við aðdáendur mína verður eftirfarandi langhundur með heilbrigðu ívafi.

Að fríi hverfandi

Nú er fyrsta haustfríi minnar skólagöngu að ljúka. Reyndar eru enn rúmlega fjórir sólarhringar í næsta fyrirlestur, en fríinu er strangt til tekið að ljúka. Þetta hefur verið róleg vika, einkum varið fyrir framan tölvuskjáina mína tvo, þó með örlitlu félagslífi inn á milli.

Tilvistarleg símkreppa

Síðan rafhlaðan í trausta og trúfasta Nokia 3210 símanum mínum gaf í öllum aðalatriðum upp öndina síðastliðið vor hef ég verið á leiðinni að kaupa mér nýjan síma. Til bráðabirgða fékk ég lánaðan síma hjá Sigmari bróður sem ég er enn með, en þarf að fara að skila honum og fá mér minns eigins. Það er hins vegar hægara sagt en gert að finna rétta símann í þeim frumskógi sem farsímaúrvalið er orðið.

Látum leika hefjast

Hér gefst lox færi á að skyggnast inn í forritunarbarning undanfarinna vikna með prufuútgáfu af leiknum sem ég er að vinna að. Lesendur eru hvattir til að spreyta sig og viðra sínar skoðanir.

TótiL í grjóti?

Ég fæ ekki betur séð af nýjustu færslu nafna míns Tóta Leifs, en að hún sé blogguð úr tugthúsinu. Sannast sagna veit ég ekki alveg hvað er að gerast, en óneitanlega er þetta soldið spúkí.

Eftirtektarverð samkoma

Sagt af síðbúnu innflutningsteiti, innpökkuðum sófa, boddíslammi, tvísofnum klukkutíma, viðsjárverðum glösum, skrokkgötunum og nötrandi fjölbýlishúsi.

Hitt og þetta, aðallega hitt

Ekki veit ég hvort nokkur notar (eða hefur yfirhöfuð tekið eftir) tenglalistanum neðst til hægri vinstri í dagbókinnni, en ákvað samt að taka aðeins til í honum. Sömuleiðis rakst ég á nýjasta topp tíu lista notendavænleikagúrúsins Jakob Nielsen og legg hálsinn í gapastokkinn.

Fimmtíu sinnum hraðvirkari en áður

Eftir smávægilegar lagfæringar og stillingar er forsíða thorarinn.com nú um það bil fimmtíu sinnum hraðvirkari en hún var fyrr í dag. (Lesendur eru varaðir við því að þessi færsla er mjög tölvumiðuð og gæti reynst varhugaverð eðlilegu fólki.)