Dúkkur og netklám

Ég tek fyrst fram að ég er illa svikinn ef enginn misskilur þessa fyrirsögn! Annars var ég að hlusta á að hlusta á iTunes safn óþekkts sambýlings (þess sama og er með Harry Potter). Þar kennir ýmissa grasa, þar á meðal diskinn Once More, Now With Feeling með castinu úr Buffy the Vampire Slayer (sem hljómar afleitlega) og tónlistina úr söngleiknum Avenue Q.

Mér sýnist þetta vera brúðusöngleikur og af þeim lögum sem ég hef heyrt að dæma, mun miðaðri við fullorðna en börn:

In volatile market, only stable investment is porn!
- Trekkie Monster

Hér er meðal annars lagið The Internet Is For Porn, sem einhverra hluta vegna minnir mig á tímabil undir lok síðustu aldar þegar hugtök á borð við "klám í augað" voru notuð yfir pop-up glugga og ósmekklega hönnun - auk þess sem skinkusalat fékk nýja og óræða merkingu.

Texti lagsins er að sjálfsögðu finnanlegur á vefnum, þótt lagið njóti sín auðvitað best með fullu casti. En nasaþefur gefst þó með því að lesa textann.

(Og hér er eflaust kolólöglegt afrit af títtnefndu lagi sem .mp3)

Meðal annarra áhugaverðra laga/texta úr þessum söngleik má nefna:

Mér þykir í frásögur færandi að sum textabrotin úr þessum ameríska(!) söngleik kynnu að sóma sér vel í tónverki eftir ofurtónlistarhetjuna og textahöfundinn Bibba eða aðra kjarnyrta hugleikska höfundi.

Hvenær ætli Hugleikur setji upp leikbrúðusöngleik? (Að því gefnu auðvitað að það hafi hann ekki gert enn.)

Ég hef á tilfinningunni að þetta sé færsla sem ég eigi eftir að klóra mér í kollinum yfir ef ég slysast til að lesa þessa dagbók á efri árum...


< Fyrri færsla:
Stenkur á baðherberginu
Næsta færsla: >
Stuttklipptur!
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry